Ungmennafélag Grindavíkur

Körfuknattleiksdeild


Rán um hábjartan dag í Grindavík

Grindavík er komið í erfiða stöðu eftir grátlegt tap gegn KR á heimavelli í kvöld en KR kláraði leikinn með þristi þegar 5 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 88-89.

Karfan.is og Grindavik.is voru í samstarfi í kvöld og var fréttaritari síðunnar á leiknum:

>> MEIRA
Rán um hábjartan dag í Grindavík

Leikur 2 í kvöld - hvar verđur ţú?

Úrslitakeppni Domino's deildar karla heldur áfram í Grindavík í kvöld. Staðan í einvíginu er bara 1-0 og nóg eftir. Grindvíkingar ætla sér að verja sinn heimavöll og þurfa á ÞÍNUM stuðningi að halda til þess. Það er algjör lágmarkskrafa að Mustad höllin verði smekkfull af gulum og glöðum stuðningsmönnum í kvöld sem styðja okkar menn til sigurs.

>> MEIRA
Leikur 2 í kvöld - hvar verđur ţú?

Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik

Grindavík fór ekki vel af stað í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla þegar liðið steinlá gegn KR, 98-65. Grindvíkingar byrjuðu leikinn að vísu betur og leiddu 20-23 eftir fyrsta leikhluta en sáu svo ekki aftur til sólar það sem eftir lifði leiks. Skotin voru ekki að detta hjá okkar mönnum og baráttan og gleðin sem einkenndi leik liðsins gegn Stjörnunni voru fjarri góðu gamni í gær. Okkar menn hafa núna tvo daga til að ná áttum, en næsti leikur er í Grindavík á föstudaginn.

>> MEIRA
Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik

Úrslitaeinvígi Grindavíkur og KR hefst kl. 18:15 í kvöld

Grindavík sækir KR heim í fyrsta leik liðanna í úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15 svo að Grindvíkingar eru hvattir til að mæta tímanlega í DHL höllina og styðja okkar menn til sigurs. Allir spekingar landsins hafa ítrekað afskrifað Grindavík í vetur en liðið hefur stungið hverjum sokknum á fætur öðrum upp í gagnrýnendur. Nú er komið að úrslitastundinni og við stöndum þétt við bakið á okkar mönnum.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Úrslitaeinvígi Grindavíkur og KR hefst kl. 18:15 í kvöld

Stjarnan - Grindavík á morgun kl. 16:00 - forsala á Midi.is

Þriðji leikur undanúrslitaviðureignar Grindavíkur og Stjörnunnar fer fram í Garðabæ á morgun kl. 16:00. Forsala aðgöngumiða er hafin á Midi.is - Húsið opnar klukkan 15:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 15:30. Pizzur og ískalt krap á boðstólum fyrir leik og í hálfleik. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna í Ásgarð og styðja okkar menn í að klára þessa viðureign í þremur leikjum.
Áfram Grindavík! 

 

>> MEIRA
Stjarnan - Grindavík á morgun kl. 16:00 - forsala á Midi.is

Grindavík 2 - Stjarnan 0

Grindavík er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino's deildar karla eftir frábæran 94-84 sigur í Mustad-höllinni í gær. Grindvíkingar leiddu leikinn nánast frá fyrstu mínútu en 19-2 áhlaup um miðjan annan leikhluta innsiglaði í raun restina af leiknum og Stjarnan komst aldrei nær en 6 stig eftir það. Frábær leikur hjá okkar mönnum og verður áhugavert að sjá hvort kústar fari á loft í Garðabæ á laugardaginn.

>> MEIRA
Grindavík 2 - Stjarnan 0

Stúkan verđur gul í kvöld

Það verður væntanlega gjörsamlega rafmögnuð stemming í Mustad-höllinni í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni í 4-liða úrslitum Domino's deildar karla. Okkar menn tóku heimavallarréttinn af Stjörnumönnum með valdi í síðasta leik og ætla sér að halda uppteknum hætti í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en grillin verða heit uppúr fimm og borgararnir klárir 17:30. Á síðasta leik myndaðist virkilega góð stemming en við ætlum að toppa hana í kvöld og fylla húsið af gulum og glöðum stuðningsmönnum!

>> MEIRA
Stúkan verđur gul í kvöld

Góđur Dagur í Garđabć

Grindvíkingar hófu 4-liða úrslitin með látum í gær þegar þeir skelltu Stjörnumönnum í Ásgarði, 78-96. Okkar menn voru að hitta virkilega vel meðan að lykilmenn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik. Bakvarðaparið Lewis Clinch Jr og Dagur Kár Jónsson var í miklum ham og skoruðu þeir 29 og 26 stig. Alls settu Grindvíkingar 14 þrista í leiknum í 34 tilraunum sem gerir 41% nýtingu. 

>> MEIRA
Góđur Dagur í Garđabć

4-liđa úrslitin hefjast í Ásgarđi í kvöld

Grindvíkingar hefja leik í 4-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld þegar þeir heimsækja Stjörnuna í Ásgarð. Leikurinn hefst kl. 19:15 en húsið opnar kl. 18:00 og hleypt verður inn í sal 18:20. Hægt er að tryggja sér miða á leikinn í forsölu á Miði.is.

Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna og styðja strákana okkar til sigurs. Áfram Grindavík!

>> MEIRA
4-liđa úrslitin hefjast í Ásgarđi í kvöld

Forsala á fyrsta leik Grindavíkur og Stjörnunnar

Það má reikna með að það verði fullt hús í Ásgarði annað kvöld þegar fyrsti leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í undanúrslitum Domino's deildar karla fer fram. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma geta gert það á Miði.is hér. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en húsið opnar klukkan 18:00 og hleypt verður inn í sal klukkan 18:20. Grindvíkingurinn og Stjörnuliðhlaupinn Bryndís Gunnlaugsdóttir mun grilla Stjörnuborgara frá klukkan 18:10.

Frítt fyrir 15 ára og yngri.

>> MEIRA
Forsala á fyrsta leik Grindavíkur og Stjörnunnar

Ingunn Embla gerir upp tímabiliđ í spjalli viđ Karfan.is

Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, er gestur 26. þáttar podcasts Karfan.is sem fór í loftið í morgun. Ingunn gerir upp hið ótrúlega hrakfallatímabil Grindavíkur þar sem liðið fór í gegnum 5 þjálfara, 2 erlenda leikmenn og heilan hafsjó af meiðslum.

>> MEIRA
Ingunn Embla gerir upp tímabiliđ í spjalli viđ Karfan.is

Ađalfundur UMFG 2017 í kvöld

Við minnum á aðalfund UMFG sem haldinn verður í Gjánni kl 20:00 í kvöld, mánudaginn 27. mars.

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG 2017 í kvöld

Lewis Clinch Jr leiddi Grindvíkinga í 4-liđa úrslit

Grindavík er komið í 4-liða úrslit Domino's deildar karla eftir góðan sigur á Þórsurum í oddaleik, 93-82. Grindavik.is og karfan.is voru líkt og svo oft áður í góðu samstarfi í kvöld og fréttaritari síðunnar var staddur á leiknum og gerði honum góð skil í umfjöllun sem birtist á karfan.is fyrr í kvöld:

>> MEIRA
Lewis Clinch Jr leiddi Grindvíkinga í 4-liđa úrslit

Hreinn úrslitaleikur í Mustad-höllinni í kvöld

Það verður hrein og bein úrslitastund í Mustad-höllinni kl. 19:15 þegar strákarnir okkar taka á móti Þórsurum. Bæði lið hafa unnið 2 leiki í einvíginu sem báðir hafa unnist á heimavelli. Nú verðum við því að standa vaktina og verja okkar heimavöll í kvöld, annars er leiktímabilið búið í ár!

>> MEIRA
Hreinn úrslitaleikur í Mustad-höllinni í kvöld

Úrslitastund í Ţorlákshöfn í kvöld?

Grindavík getur klárað einvígið gegn Þórsurum í kvöld en liðin mætast í Þorlákshöfn kl. 19:15. Flestir eru sennilega sammála um að það væri gott að sleppa við oddaleik og klára dæmið í kvöld. Við hvetjum Grindvíkinga til að rúlla Suðurstrandarveginn og styðja okkar stráka til sigurs í kvöld.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Úrslitastund í Ţorlákshöfn í kvöld?

Grindavík tók forystuna í Suđurstrandareinvíginu

Grindavík vann góðan sigur á Þórsurum, 100-92, í Mustad-höllinni í gær og hefur því tekið 2-1 forystu í einvíginu. Dagur Kár Jónsson fór fyrir okkar mönnum í gær og setti 29 stig. Næstur kom Lewis Clinch Jr með 20 stig en saman settu þeir 10 þrista. Næsti leikur er í Þorlákshöfn á morgun, föstudag.

>> MEIRA
Grindavík tók forystuna í Suđurstrandareinvíginu

Úrslitakeppnin heldur áfram - grillađ í Gjánni

Úrslitakeppni Domino's deildar karla heldur áfram í kvöld þegar Þórsarar rúlla eftir Suðurstrandarveginum til Grindavíkur, en staðan í einvíginu er 1-1 og því algjört lykilatriði fyrir okkar menn að landa sigri í kvöld. Gauti og félagar ætla að fíra upp í grillinu kl. 17:30 og grilla djúsí borgara ofan í stuðningsmenn og koma mönnum í gírinn fyrir kvöldið en leikurinn hefst kl. 19:15.

>> MEIRA
Úrslitakeppnin heldur áfram - grillađ í Gjánni

Grindavíkurkonur kvöddu deildina međ sigri

Grindavíkurkonur luku þátttöku í Domino's deild kvenna í bili á jákvæðu nótunum þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðabæ, 53-67. Ingunn Embla leiddi stigaskor Grindavíkur með 19 stig á 24 mínútum, þar af voru 5 þristar í 6 tilraunum.

>> MEIRA
Grindavíkurkonur kvöddu deildina međ sigri

Ţórsarar jöfnuđu einvígiđ gegn Grindavík

Grindvíkingar náðu ekki að stela útisigri gegn Þórsurum í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla þegar liðin mættust í Þorlákshöfn í gær. Leikurinn varð jafn og spennandi á lokametrunum og lokatölur urðu 90-86.  

>> MEIRA
Ţórsarar jöfnuđu einvígiđ gegn Grindavík

Stelpurnar stóđu í deildarmeisturunum

Grindavíkurkonum tókst ekki að bæta öðrum sigri í sarpinn á nýju ári þegar þær tóku á móti verðandi deildarmeisturum Snæfells á laugardaginn. Okkur konur byrjuðu leikinn betur en hægt og rólega unnu gestirnir á og unnu að lokum öruggan sigur, 65-77.

>> MEIRA
Stelpurnar stóđu í deildarmeisturunum

Grindavík varđi Mustad-höllina í fyrsta leik 8-liđa úrslita

Grindvíkingar vörðu heimavallarréttinn í kvöld með góðum sigri á Þór, 99-85. Grindavík var alltaf skrefi á undan gestunum frá Þorlákshöfn en náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér fyrr en undir lokin. Karfan.is og Grindavik.is voru í samstarfi í kvöld og gerðu leiknum góð skil:

>> MEIRA
Grindavík varđi Mustad-höllina í fyrsta leik 8-liđa úrslita

Úrslitakeppnin byrjar í kvöld!

Úrslitakeppnin í Domino's deild karla hefst hjá okkur Grindvíkingum í kvöld þegar nágrannar okkar í Þór frá Þorlákshöfn koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 en til að hita upp fyrir leikinn ætlar stuðningsmenn að grilla hamborgara í Gjánni frá 17:30 og keyra upp gula og glaða stemmingu. Mætum öll og styðjum okkar menn til sigurs!

>> MEIRA
Úrslitakeppnin byrjar í kvöld!

Hinrik Guđbjartssson valinn besti leikmađur Vestra

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Vestra var haldið um helgina og voru Grindvíkingar áberandi í hópi þeirra leikmanna sem voru verðlaunaðir. Fyrir tímabilið gengu þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson til liðs við Vestra og á lokahófinu á laugardaginn var Hinrik valinn bæði besti leikmaður liðsins og sá efnilegasti.

>> MEIRA
Hinrik Guđbjartssson valinn besti leikmađur Vestra

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 23.mars kl 19:30 í Gjánni við Austurveg 1-3

Dagskrá fundarins: venjuleg aðalfundarstörf

Áhugamenn, velunnarar, iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta.

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG

 

>> MEIRA
Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG

Grindavík lagđi Skallagrím og tryggđi sér 4. sćtiđ

Grindavík tryggði sér í kvöld 4. sætið í Domino's deild karla með nokkuð auðveldum sigri á Skallagrími. Gestirnir höfðu að engu að keppa en þeir voru þegar fallnir úr deildinni. Leikurinn varð því aldrei sérlega spennandi þrátt fyrir að vera nokkuð jafn á köflum. Grindvíkingar voru einfaldlega allan tímann skrefi framar og kláruðu leikinn örugglega, 101-89. Grindavík mætir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

>> MEIRA
Grindavík lagđi Skallagrím og tryggđi sér 4. sćtiđ

Lokaumferđ Dominos deildar karla í kvöld, Skallagrímsmenn í heimsókn

Lokaumferð Domino's deildar karla verður leikin í kvöld og geta Grindvíkingar tryggt sér 4. sætið og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar með sigri á nýliðum Skallagríms í Mustad-höllinni. Nýliðarnir sitja í 11. sæti og eru þegar fallnir en vilja eflaust enda sína þátttöku í deildinni með látum og munu ekki láta sigurinn af hendi baráttulaust.

>> MEIRA
Lokaumferđ Dominos deildar karla í kvöld, Skallagrímsmenn í heimsókn

Stelpurnar aftur á sigurbraut!

Eftir langa eyðimerkurgöngu lönduðu stelpurnar fyrsta sigri ársins í gær þegar þær lögðu granna okkar úr Njarðvík, 73-72. Angela Rodriguez var loksins komin í búning í gær eftir endalausar leikheimildarflækjur og munaði um minna fyrir Grindavík. Hún skoraði fyrstu körfu leiksins og kom okkar konum á bragðið, sem leiddu í hálfleik, 46-30.

>> MEIRA
Stelpurnar aftur á sigurbraut!

Dagur Kár sökkti Stólunum međ flautuţristi

Grindvíkingar sóttu rándýran sigur norður á Sauðárkrók í gær þegar þeir lögðu lið Tindastóls í miklum spennuleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn úr vítaskoti þegar 4 sekúndur voru til leiksloka, Grindavík tók ekki leikhlé, Dagur geystist upp völlinn og setti niður magnað þriggja stiga skot úr erfiðu færi, spjaldið ofan í! Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni og sjá alla dýrðina í spilaranum  hér að neðan.

>> MEIRA
Dagur Kár sökkti Stólunum međ flautuţristi

Ađalfundur UMFG 27. mars

Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 27.mars kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1-3 í Grindavík.

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG 27. mars

Mjúkir Grindvíkingar steinlágu gegn stinnum Stjörnumönnum

Grindavík tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um 4. sætið í Domion's deild karla í gær þegar þeir töpuðu heima gegn Stjörnunni, lokatölur 77-96 í Mustad-höllinni.

>> MEIRA
Mjúkir Grindvíkingar steinlágu gegn stinnum Stjörnumönnum

12 fulltrúar frá Grindavík í yngri landsliđum KKÍ í sumar

Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ tilkynntu í gær um leikmannahópa þeirra liða sem taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Alls eru 35 leikmenn frá Suðurnesjum og þar af 12 frá Grindavík. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert og eitt þeirra einnig í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar.

>> MEIRA
12 fulltrúar frá Grindavík í yngri landsliđum KKÍ í sumar

Ţolinmćđissigur á Snćfelli

Grindvíkingar rétt mörðu sigur á botnliði Snæfells í Domino's deild karla í Stykkishólmi í gær en Snæfellingar voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri í vetur. Heimamenn hófu leikinn með látum og virtust Grindvíkingar ekki alveg klárir á því hvaðan á þá stóð veðrið. Með þolinmæði og seiglu réttu þeir þó skútuna af og unnu að lokum, 80-88.

>> MEIRA
Ţolinmćđissigur á Snćfelli

Keflavíkursigur í Mustad-höllinni

Enn syrtir í álinn hjá Grindavíkurkonum í Domino's deildinni en liðið tapaði heima fyrir Keflavík í gær. Grindavík hefur leikið alla sína leiki eftir áramót án erlends leikmanns þar sem að Angela Rodriguez hefur ekki enn fengið leikheimild. Grindavík situr nú á botni deildarinnar með þrjá sigra þegar fimm leikir eru eftir. Haukar eru svo í næsta sæti fyrir ofan, með sex sigra.

>> MEIRA
Keflavíkursigur í Mustad-höllinni

Keflvíkingar stálu stigum í Mustad-höllinni

Grindavík náði ekki að loka nágrannaslagshelginni á sömu nótum og hún hófst, en Keflavík tók stigin í Mustad-höllinni í gær. Leikurinn var jafn framan af en Keflavík með Amin Stevens í broddi fylkingar var sterkari á lokasprettinum og kláraði leikinn, 85-92. Grindavík er því í 5. sæti Domino's deildar karla, aðeins 2 stigum á undan Keflavík.

>> MEIRA
Keflvíkingar stálu stigum í Mustad-höllinni

Stelpurnar leita enn ađ fyrsta sigri ársins

Grindavíkurkonur leita enn að fyrsta sigri ársins eftir tap gegn Haukum hér í Grindavík á laugardaginn. Leikurinn var jafn allt til enda en staðan var 40-40 í upphafi 4. leikhluta. Haukakonur sigu svo fram úr á lokasprettinum, lokatölur 52-56. Grindavík er enn án erlends leikmanns en Angela Rodriguez bíður eftir að fá atvinnuleyfi. Nú fer hver að verða síðastur að redda þessum pappírum því Grindavík á aðeins 6 leiki eftir í deildinni.

>> MEIRA
Stelpurnar leita enn ađ fyrsta sigri ársins

Grindavík vann grannaslaginn í Ljónagryfjunni

Grindavík vann góðan sigur á nágrönnum okkar í Njarðvík í gærkvöldi, 79-87. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Grindavík tók gott áhlaup í lokin sem að Lewis Clinch leiddi og uppskar að launum dýrmætan sigur. Lewis tók tvær rosalegar troðslur á lokasprettinum og hélt Fannar Ólafsson ekki vatni yfir þeim í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport.

>> MEIRA
Grindavík vann grannaslaginn í Ljónagryfjunni

Stelpurnar grátlega nálćgt sigri í spennuleik

Grindavíkurkonur voru hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri á nýju ári þegar þær tóku á móti Stjörnunni í fyrrakvöld. Liðið hefur gengið í gegnum ýmsar hrakningar í vetur og ekki náð að sýna sitt rétta andlit en allt annað lið virtist vera mætt til leiks á miðvikudaginn. Stjarnan fór að lokum með sigur af hólmi 71-74.

>> MEIRA
Stelpurnar grátlega nálćgt sigri í spennuleik

Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

Grindavík landaði bikarmeistaratitli núna fyrr í kvöld þegar stelpurnar í 9. flokki lögðu nágranna sína úr Keflavík í hörkuspennandi leik, 36-33. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og hvorugt liðið náði að byggja upp mikla forystu. Í upphafi 4. leiklhluta náði Grindavík 3 stiga forystu og þar við sat. Bikarinn í höfn og sætur sigur á nágrönnum okkar úr Keflavík staðreynd.

>> MEIRA
Grindavík bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

Bikardraumurinn úti ţetta áriđ

Bikardraumurinn er úti þetta árið eftir tap gegn Þórsurum í Laugardalshöllinni í gær. Slakur varnarleikur og enn slakari þriðji leikhluti gerði það að verkum að Grindavík var að elta allan leikinn þangað til í blálokin. Grindvíkingar girtu í brók undir lokin og áttu gott áhlaup og jafnaði Lewis Clinch leikinn með tveimur stórum þristum í röð, staðan 98-98. Það reyndust síðustu stig Grindvíkinga í leiknum, lokatölur 106-98.

>> MEIRA
Bikardraumurinn úti ţetta áriđ

Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag kl. 13:00

Nú fer hver bókstaflega að verða síðastur að tryggja sér miða á bikarleikinn í kvöld í forsölu. Enn eru til nokkrir miðar hér í Grindavík og verður forsala á þeim til kl. 13:00. Hægt er að næla sér í miða niðri í Olís, hjá honum Gauta sem er alltaf svo vinalegur við veginn, eða heima hjá Ásu að Glæsilvöllum 9.

Áfram Grindavík og bikarinn heim!

>> MEIRA
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag kl. 13:00

Miđasala á bikarleikinn í íţróttahúsinu frá 18:00-21:00

Forsala miða á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum annað kvöld er nú í fullum gangi. UMFG heldur eftir öllum hagnaði af miðum sem seldir verða hér í heimabyggð og því mikilvægt fyrir deildina að selja sem mest. Stjórnin stefnir að sjálfsögðu að því að klára miðana sem við fengum og verður miðasala í íþróttahúsinu í kvöld frá 18:00 til 21:00.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Miđasala á bikarleikinn í íţróttahúsinu frá 18:00-21:00

Dagur Kár helsáttur í Grindavík

Dagur Kár Jónsson, leikmaður Grindavíkur í körfuboltanum, er í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að hann sé afar sáttur í Grindavík og það hafi verið hárrétt ákvörðun fyrir hann að koma hingað, en Dagur er uppalinn í Stjörnunni. 

>> MEIRA
Dagur Kár helsáttur í Grindavík

Bikarvikan hafin - verslum miđa í heimabyggđ!

Enn eitt árið er Grindavík komið í Höllina. Framundan er bikarhelgi, sem hefst strax á fimmtudaginn með undanúrslitaleikjum og svo er stóri dagurinn á laugardaginn. Við Grindvíkingar ætlum okkur að sjálfsögðu alla leið og til þess að það takist þurfum við að styðja okkar menn til sigurs. Stjórnin ætlar sér að selja alla miða sem við höfum fengið í okkar hendur og fyrsta færið til að nálgast miða verður í íþróttahúsinu í kvöld, á milli 19:45 og 21:00.

>> MEIRA
Bikarvikan hafin - verslum miđa í heimabyggđ!

Páll Axel Vilbergsson tekur viđ kvennaliđinu

Þjálfaraskipti hafa orðið í annað sinn á þessu tímabili hjá meistaraflokki kvenna í körfuboltanum en um helgina var tilkynnt að Páll Axel Vilbergsson hefði tekið við þjálfun liðsins. Fráfarandi þjálfari, Bjarni Magnússon, hefur verið frá vegna veikinda síðan um jól og alls óvíst hvenær hann getur komið til starfa á ný. Palla til aðstoðar verður einn af reyndari leikmönnum liðsins, Ingibjörg Jakobsdóttir, sem er komin í barneignarleyfi sem leikmaður.

>> MEIRA
Páll Axel Vilbergsson tekur viđ kvennaliđinu

Öruggur sigur á ÍR í gćr

Grindvíkingar tóku á móti vængbrotnum ÍR-ingum í Mustad höllinni í gær. Sumir áttu sennilega von á því að mótlætið myndi þjappa gestunum saman en þeir náðu sér aldrei almennilega á strik og þá hittu okkar menn afar vel fyrir utan og sigurinn í raun aldrei í hættu, lokatölur 94-79.

>> MEIRA
Öruggur sigur á ÍR í gćr

Grindvíkingar gerđu góđa ferđ norđur í land

Grindvíkingum líður greinilega vel í íþróttahöllinni á Akureyri en á föstudaginn unnu strákarnir sinn annan sigur þar í skömmum tíma, í þetta skiptið í Domino's deildinni, lokatölur gegn Þórsurum 65-75. Liðin eru nú jöfn í 5.-6. sæti með 16 stig.

>> MEIRA
Grindvíkingar gerđu góđa ferđ norđur í land

Viđurkenning til unglingaráđs körfuknattleiksdeildarinnar

Um leið og veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks ársins í Grindavík voru ýmsar aðrar viðurkenningar veittar samhliða, svo sem hvatningarverðlaun og viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki. En það voru ekki bara iðkendur sem fengu verðlaun. Stuðningsmaður ársins var útnefndur í annað sinn og þá fékk unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar sérstaka viðurkenningu. Ráðið hefur unnið mikið og gott starf sem eftir hefur verið tekið og fengu þau smá þakklætisvott fyrir sitt óeigingjarna starf.

>> MEIRA
Viđurkenning til unglingaráđs körfuknattleiksdeildarinnar

Steph Curry fylgdist međ Jóni Axel spila vel í gćr

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að standa sig vel í bandaríska háskólaboltanum en hann átti glimrandi góðan leik í gær þegar Davidson sigraði Duquesne 74-60. Jón spilaði 37 mínútur og skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum. Meðal áhorfenda var fyrrum leikmaður liðsins og NBA stjarnan Steph Curry en þetta sama kvöld hengdi skólinn treyju hans upp í rjáfur. 

>> MEIRA
Steph Curry fylgdist međ Jóni Axel spila vel í gćr

Grindavík - Skallagrímur í kvöld - Rodriguez sennilega ekki međ

Grindavík tekur á móti Skallagrími í Domino's deild kvenna í Mustad-höllinni í kvöld kl. 19:15. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur, Angela Rodriguez, hefur ekki enn fengið leikheimild, en liðið sem hún lék með í Rúmeníu fyrir áramót hefur ekki ennþá gengið formlega frá félagaskiptunum frá sinni hlið. KKÍ og FIBA eru bæði komin í málið en ólíklegt verður að teljast að það takist að greiða úr þessari flækju fyrir kl. 19:15 í kvöld. 

>> MEIRA
Grindavík - Skallagrímur í kvöld - Rodriguez sennilega ekki međ

Naumt tap gegn Íslandsmeistarunum í spennuleik

Grindavík tók á móti Íslandsmeisturum KR í gær í miklum spennuleik þar sem munurinn varð aldrei meira en 8 stig og liðin skiptust á að hafa forystuna. Í stöðunni 78-78 héldu KR-ingar í sókn þegar 16 sekúndur voru til leiksloka. Grindvíkingar héldu að þeir ættu villu til að gefa enda gaf taflan það til kynna en það reyndist á misskilningi byggt. KR fór því á vítalínuna og kláruðu leikinn, lokatölur 78-80 og svekkjandi tap staðreynd.

>> MEIRA
Naumt tap gegn Íslandsmeistarunum í spennuleik

KR í heimsókn í kvöld - ágóđinn af miđasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Ţallar

Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-Höllinni í kvöld þegar að KR-ingar koma í heimsókn. Grindvíkingar ætla sér tvö stig og ekkert annað. En þó svo að leikurinn skipti máli í kvöld þá skiptir meira máli að Körfuknattleiksdeild UMFG hefur ákveðið að öll innkoma á leiknum í kvöld renni til Óla Más, Lóu og þeirra fjölskyldu vegna fráfals Ölmu Þallar. Hugur okkar er hjá þeim. Mætum í kvöld, styðjum og látum gott af okkur leiða.

>> MEIRA
KR í heimsókn í kvöld - ágóđinn af miđasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Ţallar

Strákarnir áfram í bikarnum eftir sigur á Ţórsurum

Eftir að hafa hikstað aðeins í tveimur síðustu deildarleikjum náðu Grindvíkingar að rétta úr kútnum á ný með góðum sigri á Þór á Akureyri í Maltbikarnum. Það var ekki mikið skorað í leiknum sem var jafn framan af en uppúr hálfleik náðu okkar menn betri tökum á leiknum og lönduðu að lokum sigri, 61-74.

>> MEIRA
Strákarnir áfram í bikarnum eftir sigur á Ţórsurum

Leikjum Grindavíkur í dag frestađ

Búið er að fresta leikjum hjá Grindavík í kvöld vegna banaslyss sem varð í morgun á Grindavíkurveginum.

Leikur Hauka og Grindavík í Domino´s deild karla sem átti að fara fram í kvöld fer fram annað kvöld kl. 19:15.

Bikarleik Ármanns/Stjörnunnar og Grindavíkur í 10. flokki stúlkna sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Nýr tími kynntur síðar.

 

>> MEIRA
Leikjum Grindavíkur í dag frestađ

Angela Rodriguez nýr leikmađur Grindavíkur

Grindvíkingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Ashley Grimes af hólmi en Grimes snéri ekki aftur til Íslands eftir jólafrí. Arftaki hennar heitir Angela Rodrigues, 26 ára bakvörður af bandarískum og mexíkóskum ættum. Ekki er búið að ganga frá allri pappírsvinnu fyrir Angelu og því litlar líkur á að hún nái bikarleiknum gegn Keflavík um helgina, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari í samtali við karfan.is, en Jóhann hleypur þessa dagana í skarðið sem þjálfari kvennaliðsins í veikindum Bjarna Magnússonar. 

>> MEIRA
Angela Rodriguez nýr leikmađur Grindavíkur

Búningasala hjá körfuboltanum á föstudaginn

Körfuknattleiksdeildin verður með búningasölu föstudaginn 13. janúar, frá kl. 17:00 til 18:00 í Gjánni.
Búningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru líka seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.
Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr.

>> MEIRA
Búningasala hjá körfuboltanum á föstudaginn

Flöskusöfnun kvennaliđs Grindavíkur á morgun, sunnudag

Hin árlega flöskusöfnun leikmanna kvennaliðs Grindavíkur í körfuknattleik, fer fram á morgun, sunnudag og munu skvísurnar skjótast úr startblokkunum kl. 11:00 og ganga í öll hús í Grindavík.

Kjörið tækifæri að losa sig við dósir og flöskur og styðja við gott málefni í leiðinni.

Áfram Grindavík!

 

>> MEIRA
Flöskusöfnun kvennaliđs Grindavíkur á morgun, sunnudag

Grindvíkingar hefja leik eftir jólafrí í Ţorlákshöfn

Grindvíkingar leika sinn fyrsta leik eftir jólafrí í Domino's deild karla í kvöld þegar þeir heimsækja Þorlákshöfn. Fyrri viðureign liðanna lauk með sigri Grindavíkur í miklum spennuleik, 73-71. Síðan þá hafa okkar menn verið á nokkuð góðu róli í deildinni og fóru í fríið í 4. sæti. Vonandi fór jólafríið vel í strákana og þeim tekst að opna nýja árið með sigri.

>> MEIRA
Grindvíkingar hefja leik eftir jólafrí í Ţorlákshöfn

Tíu öflugir ungir íţróttamenn fengu hvatningarverđlaun UMFG 2016

Um leið og við útnefndum og verðlaunuðum okkar besta íþróttafólk núna á gamlársdag, þá fengu tíu efnilegir ungir íþróttamenn einnig viðurkenningar sem kallast Hvatningarverðlaun UMFG. Hér að neðan má lesa textana sem fylgdu þeirra tilnefningum. Við óskum þessum efnilegu krökkum til hamingju með verðlaunin.

>> MEIRA
Tíu öflugir ungir íţróttamenn fengu hvatningarverđlaun UMFG 2016

Ashley Grimes hćtt hjá Grindavík

Ashley Grimes mun ekki leika með Grindvíkingum á nýju ári en þetta kom fram í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild UMFG nú rétt í þessu. Ashley var efst í flestum tölfræðiþáttum hjá liðinu en þrátt fyrir það virtist hún ekki njóta sín vel á Íslandi og vilja menn meina að hún hafi í raun átt mun meira inni. Þá hefur þjálfari liðsins, Bjarni Magnússon, glímt við veikindi í jólafríinu en er þó á batavegi og mun stýra liðinu á laugardaginn.

>> MEIRA
Ashley Grimes hćtt hjá Grindavík

Kristólína Ţorláksdóttir er stuđningsmađur ársins 2016

Á gamlársdag var það ekki bara íþróttafólkið okkar sem hlaut viðurkenningar heldur var stuðningsmaður ársins einnig útnefndur. Sú sem hlaut nafnbótina í ár var engin önnur en Kristólína Þorláksdóttir, eða Lína í Vík, eins og hún er svo gjarnan kölluð. Við óskum henni til hamingju með titilinn og sendum henni um leið okkar bestu þakkir fyrir hennar starf í þágu UMFG á undanförnum árum.

>> MEIRA
Kristólína Ţorláksdóttir er stuđningsmađur ársins 2016

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna um helgina

Næstkomandi helgi (6.-8. janúar) mun meistaraflokkur kvenna arka í hús hér í bæ og safna flöskum. Söfnunin er ein af stærri fjáröflunum deildarinnar og vill stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hvetja bæjarbúa til að vera ekkert að stressa sig á því að fara með flöskur í dag og leyfa stelpunum bara að sjá um þetta fyrir ykkur um helgina.

>> MEIRA
Dósasöfnun meistaraflokks kvenna um helgina

Alexander Veigar og Petrúnella íţróttafólk ársins 2016

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor.

>> MEIRA
Alexander Veigar og Petrúnella íţróttafólk ársins 2016

Jón Axel valinn nýliđi vikunnar

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum með liði sínu Davidson en hann var valinn nýliði vikunnar í Atlantic 10 riðlinum í liðinni viku. Jón átti góðan leik á móti Jacksonville skólanum þar sem hann skoraði öll sín 10 stig í seinni hálfleiknum og var lykilmaður í áhlaupi liðsins sem tryggði þeim að lokum 75-60 sigur. Hann bætti einnig við sjö stoðsendingum, sex fráköstum og tveimur stolnum boltum.

>> MEIRA
Jón Axel valinn nýliđi vikunnar

Helgi Jónas međ nýja bók - ágóđinn fer í gott málefni

Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik og núverandi líkamsræktarfrömuður með meiru, var að gefa út sína þriðju bók. Bókin ber heitið "Little lessons on Basketball conditioning" og í henni er farið í gegnum þolþjálfun fyrir körfubolta. Bókina er hægt að nálgast frítt á netinu næstu klukkustundir en einnig er tekið við frjálsum framlögum.

>> MEIRA
Helgi Jónas međ nýja bók - ágóđinn fer í gott málefni

Gleđileg jólakveđja frá UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári.

Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag.

Vonum við að allir hafi það sem allra best um hátíðarnar og njóti samverunnar með fjölskyldu og vinum.

>> MEIRA
Gleđileg jólakveđja frá UMFG

Grindavík í 4. sćti yfir jólin

Grindavík fer heldur betur með góðan jólapakka með sér í jólafrí frá Domino's deild karla þessi jólin en þegar deildin er hálfnuð situr Grindavík í 4. sæti deildarinnar. Okkar menn unnu góðan útisigur á Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í gær, 80-95, og hafa nú unnið 7 leiki en tapað 4. 

>> MEIRA
Grindavík í 4. sćti yfir jólin

Stuđningsmađur ársins 2016

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. 

Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is  í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 

Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015. 

>> MEIRA
Stuđningsmađur ársins 2016

Glötuđ stig í Grindavík um helgina

Grindavíkurkonur misstu af dauðafæri til að vinna sig upp töfluna um helgina þegar þær töpuðu fyrir Val hér í Grindavík, 66-69. Allt leit út fyrir að Valur færi með þægilegan sigur af hólmi en Grindvík gerði harða atlögu að þeim í lokin. Þær komust þó ekki nær en 3 stig og lokaniðurstaðan svekkjandi tap og Grindavík áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með 3 sigra en Valur nældi í sinn fimmta í vetur.

>> MEIRA
Glötuđ stig í Grindavík um helgina

Ţristaregn frá Ţorsteini dugđi ekki til sigurs gegn Stólunum

Grindavík tók á móti Tindastóli í Domino's deild karla í Mustad höllinni í gærkvöldi. Stólarnir hafa verið með sterkari liðum í vetur og höfðu aðeins tapað tveimur leikjum fyrir viðureign gærkvöldsins og því ljóst að um hörkuviðureign yrði að ræða. Grindavík var með nokkuð tök á leiknum framan af en gestirnir sigu fram úr í lokin og unnu að lokum, 80-87.

>> MEIRA
Ţristaregn frá Ţorsteini dugđi ekki til sigurs gegn Stólunum

Dregiđ í 8-liđa úrslit Maltbikarsins

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins þar sem Grindvíkurliðin voru bæði í hattinum. Stelpurnar fá verðugt verkefni og Suðurnesjaslag en þær mæta Keflavík hér í Mustad höllinni. Strákarnir aftur á móti þurfa að leggja land undir fót og fara í höfuðstað Norðurlands þar sem þeir mæta Þórsurum á Akureyri. 

Leikið verður dagana 14.-16. janúar.

>> MEIRA
Dregiđ í 8-liđa úrslit Maltbikarsins

Ótrúlegur viđsnúningur á lokamínútunum tryggđi Grindavík sigur á ÍR

Grindavík er komið í 8-liða úrslit Maltbikarsins eftir ótrúlegan seiglusigur á ÍR í Mustad höllinni í gær. Gestirnir voru með yfirhöndina nær allan leikinn og leiddu 65-75 þegar rúmar 7 mínútur voru til leiksloka en þá tók við ótrúlegur kafli þar sem Grindavík skoraði 10 stig án þess að ÍR næðu að svara fyrir sig og staðan 75-75.

>> MEIRA
Ótrúlegur viđsnúningur á lokamínútunum tryggđi Grindavík sigur á ÍR

Grindavík setti ţristamet í Ljónagryfjunni

Grindavíkurkonur lyftu sér upp af botni Domino's deildar kvenna um helgina með öruggum og góðum sigri á Njarðvík á útivelli, 59-85. Grindavík setti 16 þrista í leiknum sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í deildinni í vetur. Þá héldur þær ofurkonunni Carmen Tyson-Thomas algjörlega í skefjum, en hún setti aðeins 19 stig í stað þeirra tæplega 40 sem hún hefur verið að skora að meðaltali í vetur.

>> MEIRA
Grindavík setti ţristamet í Ljónagryfjunni

Feigđarför í Ásgarđ

Eftir taplausan nóvember í Domino's deildinni var strákunum kippt aftur niður á jörðina í Ásgarði í gær þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni, 75-64. Það má sannarlega kalla þetta varnarsigur hjá Stjörnumönnum en Grindavík átti í stökustu vandræðum með að koma stigum á töfluna í gær og skotnýtingin var afleit, 19% fyrir utan og 27% heilt yfir. 

>> MEIRA
Feigđarför í Ásgarđ

Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliđsćfingahóp

Í gær tilkynntu landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum hvaða leikmenn eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs fyrir komandi landsliðsverkefni. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni, þar af 17 frá Grindavík. Er skemmst frá því að segja að allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna voru boðaðir á þessar landsliðsæfingar.

Endanlegt val á landsliðum Íslands verður svo þann 28. febrúar þegar 12 manna lið í hverjum flokki fyrir sumarið verða tilkynnt.

>> MEIRA
Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliđsćfingahóp

Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik

Grindavík mistókst að koma sér aftur á beinu brautina í Domino's deild kvenna í gærkvöldi þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en í stöðunni 58-58 þegar 5 mínútur voru til leiksloka fjaraði undan sóknarleik Grindavíkurkvenna og Skallagrímur vann leikinn að lokum, 61-72.

>> MEIRA
Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik

Slaufur

Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3.

Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG

áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband. 

 

>> MEIRA
Slaufur

Dominos-deild kvenna rúllar af stađ á ný - Skallagrímur í heimsókn

Domino's-deild kvenna rúllar af stað á ný í kvöld eftir landsleikjahlé. Í Mustad höllinni taka Grindavíkurkonur á móti sínum fyrrum liðsfélaga þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir kemur í heimsókn ásamt Skallagrímskonum. Nýliðar Skallagríms hafa farið vel af stað í vetur meðan að Grindavík situr á botni deildarinnar. Þær ætla eflaust að spyrna í botninn í kvöld og hvetjum við alla til að kíkja á völlinn og styðja okkar stelpur til sigurs.

>> MEIRA
Dominos-deild kvenna rúllar af stađ á ný - Skallagrímur í heimsókn

Grindavík valtađi yfir Snćfell - 1. sćtiđ stađreynd

Grindavík tók á móti Snæfellingum í Domino's deild karla í gær og endaði leikurinn með stórsigri Grindavíkur, 108-72. Heimamenn fóru illa af stað en Snæfell komst í 8-20 áður en Grindvíkingar vöknuðu og tóku leikinn í sínar hendur. Þeir unnu 2. leikhluta með 12 stigum og leikinn að lokum með 36 stigum. 

>> MEIRA
Grindavík valtađi yfir Snćfell - 1. sćtiđ stađreynd

Snćfell í heimsókn í kvöld

Grindavík tekur á móti Snæfelli í Domino's deild karla í kvöld í Mustad höllinni. Hólmarar hafa ekki unnið einn einasta leik í vetur og ætlum við Grindvíkingar ekki að láta þá komast upp með að breyta því í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Snćfell í heimsókn í kvöld

Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG

Körfuknattleiksdeild UMFG hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur í kjölfar fjölliðamóts 9. flokks kvenna í Reykjanesbæ um liðna helgi. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

>> MEIRA
Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG

Grindavík fyrsta liđiđ til ađ vinna í Keflavík

Grindavík varð á föstudagskvöldið fyrsta liðið til að vinna Keflavík á heimavelli í vetur, þrátt fyrir að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík eins og spekingarnir segja. Lokatölur urðu 96-102 Grindavík í vil en jafn var á flestum tölum megnið af leiknum.

>> MEIRA
Grindavík fyrsta liđiđ til ađ vinna í Keflavík

Brćđraslagur í Keflavík í kvöld

Það verður sannkallaður bræðraslagur í Keflavík í kvöld þegar Grindavík mætir í heimsókn en bræðurnir Dagur Kár og Daði Lár Jónssyni leika með sitthvoru Suðurnesjaliðinu. Dagur gaf það út á dögunum í viðtali við karfan.is að hann ætlaði að láta litla bróður finna fyrir því í leiknum. Leikurinn hefst kl. 20:00 og hvetjum við Grindvíkinga að sjálfsögðu til að mæta á völlinn en leikurinn verður þó einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

>> MEIRA
Brćđraslagur í Keflavík í kvöld

Morgunćfingar međ Lewis Clinch

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur ætlar nú að bjóða uppá morgunæfingar fyrir alla iðkendur, 12 ára og eldri. Lewis Clinch mun sjá um þjálfun á þessum æfingum. Lewis hefur getið sér gott orð í einstaklingsþjálfun og því er þetta kjörið tækifæri fyrir krakkana okkar að taka framförum undir handleiðslu eins allra besta leikmanns Domino's deildarinnar.

Æfingarar verða á miðviku- og föstudögum milli kl. 06:00-07:00.

>> MEIRA
Morgunćfingar međ Lewis Clinch

Ingibjörg og Ingunn báđar í 12 manna landsliđshópnum

A-landslið kvenna í körfubolta kom saman til æfinga á dögunum og áttu Grindvíkingar tvo fulltrúa í 15 manna hópnum. Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig 12 manna lokahópurinn fyrir leikinn gegn Slóvakíu ytra á laugardaginn er skipaður og eru þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir báðar í hópnum. 

>> MEIRA
Ingibjörg og Ingunn báđar í 12 manna landsliđshópnum

Leikjaskráin á netiđ

Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildarinnar var dreift í öll hús núna á haustdögum, en nú er komið rafrænt eintak hér á síðuna fyrir þá sem eru ekki svo lánsamir að búa í Grindavík en vilja samt fylgjast með körfuboltanum. 

>> MEIRA
Leikjaskráin á netiđ

Grindavíkurkonur steinlágu í Keflavík

Okkar konur fara nú inn í landsleikjahlé í Domino's deild kvenna á botni hennar, en þær töpuðu illa fyrir Keflavík um helgina, 84-66. Grindavík sá aldrei til sólar í þessum leik og munu væntanlega nýta hléið vel til að stilla saman strengi undir stjórn nýs þjálfara, Bjarna Magnússonar.

>> MEIRA
Grindavíkurkonur steinlágu í Keflavík

Grindavík í 3. sćtiđ eftir sigur á Njarđvík

Grindavík tók á móti Njarðvík í sannkölluðum nágrannaslag á fimmtudaginn. Leikurinn var nokkuð jafn en Grindavík þó alltaf skrefi framar og lönduðu að lokum góðum sigri, 95-83. Með þessum sterka sigri tyllti Grindavík sér í 3. sæti deildarinnar með 4 sigra í fyrstu 6 leikjum deildarinnar.

>> MEIRA
Grindavík í 3. sćtiđ eftir sigur á Njarđvík

Ingibjörg og Embla fulltrúar Grindavíkur í landsliđshópnum

Framundan í nóvember eru tveir síðustu landsleikirnir í undankeppni EM, EuroBasket kvenna 2017, hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið 15 manna æfingahóp sem kemur fyrst saman þann 13. nóvember til æfinga. Grindavík á tvo fulltrúa í hópnum, þær Ingibjörgu Jakobsdóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur.

>> MEIRA
Ingibjörg og Embla fulltrúar Grindavíkur í landsliđshópnum

Tap á Ásvöllum í jöfnum leik

Grindavíkurkonur gerðu sér ekki ferð til fjár í Hafnarfjörðinn í gær þegar þær töpuðu fyrir Haukum, 65-58. Leikurinn var í járnum nánast fram að 39. mínútu þegar Haukar sigu fram úr og sigldu sigrinum heim. Úrslitin þýða að Grindavík situr nú á botni deildarinnar ásamt Val, með 2 sigra í 8 leikjum. 

>> MEIRA
Tap á Ásvöllum í jöfnum leik

Nágrannaslagur í kvöld - Njarđvík í heimsókn

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Mustad-höllinni í kvöld þegar Njarðvík mætir í heimsókn í Domino's deild karla. Víkurfréttir tóku Lalla tali í dag sem var hóflega bjartsýnn fyrir leikinn og sagði að Njarðvíkingar væru til alls líklegir enda í sárum eftir síðasta leik og eflaust þyrstir þá í sigur.

>> MEIRA
Nágrannaslagur í kvöld - Njarđvík í heimsókn

Jón Axel fer vel af stađ međ Davidson háskólanum

Jón Axel Guðmundsson fer vel af stað með liði sínu hjá Davidson háskólanum í bandaríska háskólaboltanum. Jón var í byrjunarliðinu í fyrsta leik, skoraði 13 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á aðeins 23 mínutum. Lokatölur leiksins urðu 104-58, Davidson í vil. Tölfræði leiksins má lesa hér.

>> MEIRA
Jón Axel fer vel af stađ međ Davidson háskólanum

Grindavík mćtir ÍR í 16-liđa úrslitum Maltbikarsins

Dregið var í 16-liða úrslit Maltbikarsins karlamegin í dag og fengu Grindvíkingar heimaleik gegn ÍR-ingum. Er þetta einn af þremur úrvalsdeildarslögum umferðarinnar. Leikið verður dagana 4. og 5. desember en ekki er búið að raða leikjunum nánar niður.

>> MEIRA
Grindavík mćtir ÍR í 16-liđa úrslitum Maltbikarsins

Grindavík sigrađi Stjörnuna í dramatískum háspennuleik

Grindavík er komið áfram Maltbikarkeppni karla eftir 86-82 sigur á Stjörnunni í hádramatískum leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Lewis Clinch tryggði Grindavík sigurinn með löngum þristi sekúndubrotum fyrir leikslok eftir að Ólafur Ólafsson hafði stolið boltanum í vörninni og mögulega kannski sett annan fótinn örlítið út fyrir völlinn í leiðinni. En karfan var dæmd góð og gild og Grindavík því komið áfram.

>> MEIRA
Grindavík sigrađi Stjörnuna í dramatískum háspennuleik

Stelpurnar lögđu laskađ liđ Njarđvíkur

Grindavíkurkonur unnu góðan bikarsigur í gær þegar þær lögðu lið Njarðvíkur í Maltbikaranum, 85-70. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli snemma í leiknum þegar Carmen Tyson varð fyrir meiðslum og gat ekki klárað leikinn. Carmen hefur farið hamförum með liðinu í vetur og hefur verið að skora tæp 39 stig í leik og taka 16 fráköst. Gestirnir lögðu þó ekki árar í bát en Grindavík var með góð tök á leiknum allan tímann og kláruðu hann örugglega. 

>> MEIRA
Stelpurnar lögđu laskađ liđ Njarđvíkur

Herrakvöld körfuknattleiksdeildarinnar verđur laugardaginn 12. nóvember

Hið margrómaða herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Enn er margt á huldu um framkvæmd kvöldsins en eitthvað er þó byrjað að fréttast úr herbúðum skipuleggjanda, t.d. að veislustjóri verður Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson.

>> MEIRA
Herrakvöld körfuknattleiksdeildarinnar verđur laugardaginn 12. nóvember

Bikartvíhöfđi í Mustad-höllinni í dag

Það eru tveir hörku bikarleikir á dagskrá í Mustad-höllinni í dag. Fyrst eru það stelpurnar sem mæta liði Njarðvíkur kl. 16:00 og svo kl. 19:15 taka strákarnir á móti Stjörnunni. Þetta eru tvö afar sterk lið sem heimsækja Grindavík í dag og þarf okkar fólk á góðum stuðningi að halda úr stúkunni. 

Allir á völlinn og áfram Grindavík!

>> MEIRA
Bikartvíhöfđi í Mustad-höllinni í dag

Bjarni Magnússon tekur viđ ţjálfun kvennaliđsins

Lið meistaraflokks kvenna í körfubolta var ekki lengi þjálfaralaust, en eins og við greindum frá í gær sagði Björn Steinar Brynjólfsson starfi sínu lausu í fyrrakvöld. Eftirmaður hans er nú þegar fundinn en það er Bjarni Magnússon. Bjarni er ekki að koma til Grindavíkur í fyrsta sinn en hann var leikmaður meistaraflokks karla rétt fyrir síðustu aldamót.

>> MEIRA
Bjarni Magnússon tekur viđ ţjálfun kvennaliđsins

Strákarnir aftur á sigurbraut

Eftir tvo tapleiki í röð í Dominos-deild karla komust Grindvíkingar aftur á sigurbrautina í gær þegar þeir sóttu ÍR-inga heim. Leikurinn var jafn framan af en undir lokin leit allt út fyrir að heimamenn myndu klára leikinn. Grindvíkingar sýndu þó mikinn styrk og kláruðu leikinn að lokum, 78-81.

>> MEIRA
Strákarnir aftur á sigurbraut

Björn Steinar stígur til hliđar

Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, eftir aðeins sjö deildarleiki. Gengi liðsins hefur verið nokkuð undir væntingum en aðeins 2 leikir hafa unnist og síðast í gærkvöldi tapaði liðið gegn Stjörnunni, 67-59. Leit að eftirmanni Björns er nú þegar hafin.

>> MEIRA
Björn Steinar stígur til hliđar

Dagur Kár Jónsson til Grindavíkur

Nú rétt í þessu fóru pennarnir á loft í Gjánni þar sem Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða fyrir Grindavík en Dagur er einn af efnilegustu bakvörðum landsins og mun án vafa reynast Grindvíkingum mikill liðsstyrkur.

>> MEIRA
Dagur Kár Jónsson til Grindavíkur

Grindavík lá gegn nýliđum Ţórs

Grindavík tók á móti nýliðum Þórs frá Akureyri í Dominos-deild karla í gærkvöldi. Grindavík var með yfirhöndina í leiknum framan af og leiddu í hálfleik, 48-44 en töpuðu seinni hálfleik með 16 stigum og leiknum að lokum með 12, lokatölur 85-97, Þórsurum í vil.

>> MEIRA
Grindavík lá gegn nýliđum Ţórs

Grindavík lagđi Íslandsmeistarana í framlengdum leik

Grindavíkurkonur tóku sig til í gær og skelltu Íslandsmeisturum Snæfells í framlengdum leik, en lokatölur urðu 69-66. Grindavík tók afgerandi forystu í upphafi leiks en hægt og bítandi unnu gestirnir sig inn í leikinn og mátti minnstu muna að þeir færu með sigur af hólmi í venjulegum leiktíma. 

>> MEIRA
Grindavík lagđi Íslandsmeistarana í framlengdum leik

Grindavík - Snćfell í kvöld og stelpurnar ţurfa ţinn stuđning

Tímabilið í körfunni hefur ekki farið alveg jafn vel af stað hjá stelpunum og þær hefðu sjálfar kosið. Að fimm umferðum loknum hefur aðeins einn sigur skilað sér í hús sem er nokkuð undir væntingum. Stelpurnar fá séns á að bæta sigri í sarpinn í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar Snæfells koma í heimsókn. Þær óska eftir þínum stuðningi í stúkuna í kvöld og settu saman smá myndband til að hvetja fólk til þess að drífa sig á völlinn:

>> MEIRA
Grindavík - Snćfell í kvöld og stelpurnar ţurfa ţinn stuđning

Stórt tap á Hlíđarenda

Grindavíkurkonur heimsóttu Val á Hlíðarenda í gær í leik sem leit út fyrir að ætla að verða spennandi í byrjun en enda með stórum sigri Valskvenna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 15-15 en eftir það settu Valskonur í lás og kafsigldu Grindavík algjörlega. Lokatölur 103-63 og 40 stiga tap staðreynd.

>> MEIRA
Stórt tap á Hlíđarenda

KR tók Grindavík í kennslustund

Eftir að hafa byrjað tímabilið á fljúgandi siglingu þá brotlentu Grindvíkingar harkalega í DHL-höllinni í gær. Íslandsmeistarar KR völtuðu hreinlega yfir okkar menn sem sáu aldrei til sólar en lokatölur urðu 87-62. 

>> MEIRA
KR tók Grindavík í kennslustund

Viđtal viđ Jón Axel í Morgunblađinu í dag

Í Morgunblaðinu í dag er nokkuð ítarlegt viðtal við körfuknattleiksmanninn unga, Jón Axel Guðmundsson, en hann hélt í víking í haust til Bandaríkjanna þar sem hann mun leika körfubolta með Davidson-skólanum. Skólinn er einn af sterkustu skólunum í háskólaboltanum vestra og ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Jóni. Jón er spenntur fyrir vetrinum og þeirri áskorun að spila fyrir einn af bestu skólunum en NBA stjarnan Stephen Curry lék með skólanum á sínum tíma.

>> MEIRA
Viđtal viđ Jón Axel í Morgunblađinu í dag

Nágrannaslagur af bestu gerđ í Mustad-höllinni í kvöld

Grindavík tekur á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík í Dominos-deild kvenna í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni og er ekki spáð góðu gengi í vetur en þær hafa engu að síður unnið 2 af fyrstu 3 leikjum vetrarins. Grindavík er að glíma við meiðsli lykilmanna og má því búast við hörkuviðureign í kvöld.

>> MEIRA
Nágrannaslagur af bestu gerđ í Mustad-höllinni í kvöld

Grindavík sigrađi Hauka í framlengdum leik

Grindvíkingar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Dominos-deild karla og blása á allar hrakspár sem voru settar fram fyrir tímabilið. Haukar komu í heimsókn í Mustad-höllina í gær og fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í framlengingu í miklum spennuleik.

>> MEIRA
Grindavík sigrađi Hauka í framlengdum leik

Grindavík - Haukur í kvöld. Hitađ upp međ hamborgurum

Grindavík tekur á móti Haukum í Dominos-deild karla kl. 19:15 í kvöld. Fyrir leik verður hitað upp með hamborgaraveislu sem verða til sölu milli 18:30 og 19:00. Um að gera að mæta snemma og koma sér í gírinn til þess að styðja strákana okkar til sigurs í kvöld.

>> MEIRA
Grindavík - Haukur í kvöld. Hitađ upp međ hamborgurum

Tap gegn nýliđunum í Borgarnesi

Grindavíkurkonur sóttu nýliða Skallagríms heim í gær. Nýliðunum er spáð mjög góðu gengi í vetur og Grindavík mætti til leiks með laskað lið en þær Ingibjörg og Ingunn eru báðar meiddar eins og við greindum frá í gær. Það var því ljóst fyrir leik að það yrði á brattann að sækja fyrir okkar konur í þessum leik. Útkoman varð að lokum ósigur, 80-72, en leikurinn var þó nokkuð jafn og létu Grindvíkingar forföll lykilleikmanna ekki mikið á sig fá. 

>> MEIRA
Tap gegn nýliđunum í Borgarnesi

Ingunn Embla og Ingibjörg frá nćstu vikur vegna meiđsla

Kvennalið Grindavíkur í körfunni hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku en karfan.is greindi frá því í kvöld að þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir verði báðar frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Um töluvert högg er að ræða fyrir liðið en þær stöllur hafa skipt með sér leikstjórnendastöðunni í upphafi móts. 

>> MEIRA
Ingunn Embla og Ingibjörg frá nćstu vikur vegna meiđsla

Búningasala hjá körfuboltanum á fimmtudaginn

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður fimmtudaginn 13. október, frá kl 16-18 í Gjánni.
Búningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru lika seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.
Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp gulan og glaðan fyrir veturinn!

>> MEIRA
Búningasala hjá körfuboltanum á fimmtudaginn

Grindavík tróđ sokk upp í alla gagnrýnendur

Grindavík hóf leik í Dominosdeild-karla á fimmtudaginn með heimaleik gegn Þór frá Þorlákshöfn. Grindvíkingum er ekki spáð góðu gengi í vetur meðan að sumir hafa verið að spá Þórsurum titilbaráttu. Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum voru gestirnir með 15 stiga forskot en Grindavík skoruðu 17 síðustu stig leiksins og unnu því að lokum 73-71.

>> MEIRA
Grindavík tróđ sokk upp í alla gagnrýnendur

Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík

Grindavík tók á móti Keflavík í Dominos-deild kvenna um helgina í leik sem var sæmilega spennandi framan af en í þriðja leikhluta tóku gestirnir öll völd á vellinum og lokuðu leiknum nokkuð afgerandi, 65-89. Stelpurnar fá núna nokkra daga til að safna vopnum sínum á ný en þær eiga útileik gegn nýliðum Skallagríms á miðvikudaginn.

>> MEIRA
Stelpurnar steinlágu gegn Keflavík

Stelpurnar opnuđu tímabiliđ međ sigri

Dominos-deild kvenna hófst í gær og tóku okkar konur á móti Haukum í sínum fyrsta leik. Lið Hauka er vart svipur hjá sjón frá síðasta tímabili, en sterkustu leikmenn liðsins eru farnir annað eða í barneignarleyfi. Haukum er því 7. og næst neðsta sætinu í ár en Grindavík því 3. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað, staðan 18-16 eftir fyrsta leikhluta, en Grindavík gerði í raun útum leikinn í 2. leikhluta með 15-0 áhlaupi og vann leikhlutann 30-4.

>> MEIRA
Stelpurnar opnuđu tímabiliđ međ sigri

Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum

Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá er vantar alltaf áhugasama einstaklinga. 

>> MEIRA
Karfan.is leitar ađ blađamönnum og ljósmyndurum

Dominos-deild kvenna hefst í kvöld - Haukar koma í heimsókn

Dominos-deild kvenna hefst í kvöld og er fyrsti leikur vetrarins hjá Grindavíkurkonum heimaleikur gegn Haukum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Fyrir leik verður hitað upp með grillveislu í blíðunni og verða hamborgar til sölu ásamt árskortum í Gjánni fyrir leik. Skellum okkur á völlinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

>> MEIRA
Dominos-deild kvenna hefst í kvöld - Haukar koma í heimsókn

Stelpunum spáđ 3. sćti, strákunum ţví 10.

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í Dominos-deildum karla og kvenna hafa spáð fyrir um gengi liðanna í vetur. Niðurstöðurnar voru kynntar á hádegisfundi hjá KKÍ í dag og er spáin ágæt hjá stelpunum en þeim er spáð 3. sætinu í vetur, á eftir Snæfelli og nýliðum Skallagríms. Ef eitthvað er að marka spána fyrir strákana verður á brattann að sækja þeim í vetur, en þeim er spáð 10. sætinu.

>> MEIRA
Stelpunum spáđ 3. sćti, strákunum ţví 10.

Snćfell meistari meistaranna eftir sigur á Grindavík

Um helgina var leikið um titilinn „meistari meistaranna“ en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs í opnunarleik tímabilsins. Þar sem að Snæfell hreppti báða titlana á síðasta tímabili lék Grindavík gegn þeim í þessum leik, en Grindavík var liðið sem lék gegn Snæfelli í úrslitum bikarsins. Leikurinn var nokkuð jafn, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, en með góðu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks náðu Snæfellskonur að slíta sig frá Grindavík og unnu að lokum leikinn, 70-60.

>> MEIRA
Snćfell meistari meistaranna eftir sigur á Grindavík

Búningasölu körfuboltans frestađ

Fyrirhugaðri búningasölu körfuboltans sem átti að fara fram mánudaginn 3. október hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

>> MEIRA
Búningasölu körfuboltans frestađ

Búningasala hjá körfuboltanum á mánudaginn

Uppfært 30.09: Búningasölunni hefur verið frestað um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

>> MEIRA
Búningasala hjá körfuboltanum á mánudaginn

Jón Axel verđur númer 3 í alţjóđlegu liđi Davidson

Karfan.is birti fyrir helgi skemmtilega frétt um fjölþjóðlegt lið Davidson háskólans en eins og alþjóð veit leikur Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson með liðinu í vetur og væntanlega næstkomandi ár. Jón Axel mun leika í treyju númer 3 í stað númer 9 sem var hans númer hjá Grindavík. Í samtali við karfan.is sagði Jón Axel að það væri einföld ástæða fyrir þessu númeri, Allen Iverson.

>> MEIRA
Jón Axel verđur númer 3 í alţjóđlegu liđi Davidson

Pennarnir á lofti hjá körfunni

Á dögunum skrifuðu 5 leikmenn undir samninga við körfuknattleiksdeild UMFG, en allir skrifuðu undir 2 ára samning. Karlameginn voru það þeir Jens Valgeir Óskarsson, Hilmir Kristjánsson, Magnús Már Ellertsson og Kristófer Breki Gylfason sem skrifuðu undir. Þeir eru allir uppaldnir hjá félaginu og er það alveg ljóst að þeirra hlutverk mun vera meira heldur en undanfarin tímabil. 

>> MEIRA
Pennarnir á lofti hjá körfunni

Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur

Körfuknattleiksdeild UMFG greindi frá því á Facebook-síðu deildarinnar fyrir stundu að gengið hefði verið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil. Leikmaðurinn sem um ræðir ætti að vera Grindvíkingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Lewis Clinch sem lék með Grindavík veturinn 2013-2014, en það tímabil urðum við bikarmeistarar og lékum til úrslita í Íslandsmótinu gegn KR. Það tímabil skoraði Lewis 20,9 stig að meðaltali í leik, tók 4,2 fráköst og gaf 6,1 stoðsendingu.

>> MEIRA
Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur

Ćfingagjöld UMFG 2016-2017

Er barnið þitt skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur? Til þess að sjá hvort að barnið þitt sé nú þegar skráð í þær íþróttir sem það stundaði þá ferðu inn skráningasíðuna hér. Þú skráir þig inn og velur þá barnið sem á að skrá, ef barnið er nú þegar skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur þá þarf ekki að skrá aftur.

>> MEIRA
Ćfingagjöld UMFG 2016-2017


Viktoría Líf til liđs viđ Stjörnuna

Hin efnilega Viktoría Líf Steinþórsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Viktoría, sem fædd er árið 2000, hefur látið rækilega að sér kveða með U15 og U16 ára landsliðum Íslands síðastliðin ár og var einnig farin að banka hressilega á dyrnar hjá meistaraflokki síðastliðinn vetur. Hún er nú flutt á höfuðborgarsvæðið til þess að stunda nám og mun því leika með Stjörnunni í vetur. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi og vonumst að sjálfsögðu til að sjá hana aftur í gula búningnum þegar fram líða stundir.

>> MEIRA
Viktoría Líf til liđs viđ Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild ćfingatöflur

Æfingatöflur körfuknattleiksdeildarinnar eru komnar á síðu deildarinnar http://www.umfg.is/umfg/karfaaefingar

Æfingar munu hefjast þann 01.sept 2016 

>> MEIRA
Körfuknattleiksdeild ćfingatöflur

Körfuboltaćfingar hefjast á morgun, 1. september

Æfingar hjá yngri flokkum hjá körfuknattleiksdeild UMFG hefjast á morgun, fimmtudaginn 1. september. Æfingatöflur allra flokka og þjálfara má sjá hér að neðan:

>> MEIRA
Körfuboltaćfingar hefjast á morgun, 1. september

Björn Steinar ţjálfar stelpurnar í vetur - lykilleikmenn áfram međ liđinu

Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Björn Steinar Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna til næstu 2ja ára. Bjössi einsog hann er alltaf kallaður, hefur þjálfað yngri flokka hjá félaginu ásamt því að spila með meistaraflokk karla í mörg ár. Bjössi er að stíga sín fyrstu skref sem aðalþjálfari meistaraflokks en hann aðstoðaði Jóa með karlaliðið á síðasta tímabili.

>> MEIRA
Björn Steinar ţjálfar stelpurnar í vetur - lykilleikmenn áfram međ liđinu

Sumarćfingar körfuboltans á fullu

Sumaræfingar hjá körfuboltanum eru í fullum gangi og ganga mjög vel. Mæting hefur verið góð hjá eldri iðkendum en mætti vera betri hjá þeim yngri. Við hvetjum alla krakka til þess að kikja á körfuboltaæfingar í sumar og þá sérstaklega 6-11 ára. Það er ókeypis að æfa í allt sumar.

>> MEIRA
Sumarćfingar körfuboltans á fullu

Grindavíkurstúlkur í stóru hlutverki hjá U16 landsliđinu

Þessa dagana stendur yfir í Finnlandi Norðurlandamót unglingalandsliða í körfuknattleik. Lokaumferðin fer fram í dag en Grindavík á þrjá fulltrúa í U16 ára liði kvenna. Þær Hrund Skúladóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir og Viktoría Líf Steinsþórsdóttir hafa allar verið atkvæðamiklar á mótinu, en Hrund er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 16,3 stig að meðaltali í leik, og 3. stigahæsti leikmaður mótsins. 

>> MEIRA
Grindavíkurstúlkur í stóru hlutverki hjá U16 landsliđinu

Ingvi og U18 landsliđiđ leika til úrslita í dag

Ingvi Þór Guðmundsson hefur verið í stóru hlutverki með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Finnlandi en hann er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 15,8 stig í leik og leiðir liðið í stoðsendingum með 4,3 að meðaltali í leik. Liðinu hefur gengið vel á mótinu en strákarnir töpuðu sínum fyrsta leik í gær í jöfnum leik gegn Eistum sem endaði 73-71.

>> MEIRA
Ingvi og U18 landsliđiđ leika til úrslita í dag

Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík - heldur heim í Borgarnes

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem gekk til liðs við Grindavík síðastliðið haust, mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Karfan.is greindi frá þessum tíðindum í dag en Sigrún hefur samið við sitt uppeldisfélag, Skallgrím, og mun leika með nýliðunum í úrvalsdeildinni á komandi vetri. Sigrún var einn af lykilmönnum Grindavíkur á liðnum vetri og var valin besti leikmaður liðsins á lokahófinu. Hún var með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

>> MEIRA
Sigrún Sjöfn yfirgefur Grindavík - heldur heim í Borgarnes

Ólafur Ólafsson snýr heim á ný

Grindvík hefur borist vænn liðstyrkur fyrir komandi vetur í körfunni en Ólafur Ólafsson skrifaði í dag undir samning við liðið. Ólafur er uppalinn Grindvíkingur og var einn allra besti leikmaður liðsins tímabilið 2014-2015 en hann hélt í víking síðastliðið haust og lék með St Clement í Frakklandi í vetur. Ólafur er þekkt stærð hérna á Íslandi og ljóst að hann mun styrkja liðið til muna. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til samstarfsins.

Stjórn KKD.UMFG

 

>> MEIRA
Ólafur Ólafsson snýr heim á ný

Jóhann Árni leikur međ Njarđvíkingum nćsta vetur

Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í körfunni en Víkurfréttir greindu frá því í gær að Jóhann Árni Ólafsson hefði skrifað undir hjá uppeldisfélagi sínu, Njarðvík. Jóhann er þó ekki alfarinn þar sem hann mun búa og starfa áfram í Grindavík þar sem hann er yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu og frístundaleiðbeinandi hjá Þrumunni.

>> MEIRA
Jóhann Árni leikur međ Njarđvíkingum nćsta vetur

Sumarćfingar körfuboltans ađ hefjast

Sumaræfingar körfunar áttu að hefjast í dag. Þar sem íþróttahúsið er ennþá undirlagt eftir skemmtun helgarinnar þá verða ekki æfingar í dag. Við vonum að húsið verði klárt á morgun og æfingarnar geti hafist.

>> MEIRA
Sumarćfingar körfuboltans ađ hefjast

Hinrik og Nökkvi í Vestra

Körfuknatt­leikslið Vestra samdi við þá Hinrik Guðbjarts­son og Nökkva Harðar­son síðastliðinn föstu­dag. Hinrik og Nökkvi eru upp­al­d­ir í Grinda­vík og urðu Íslands­meist­ar­ar með ung­linga­flokki fé­lags­ins í síðasta mánuði. Nökkvi lék þó einnig með meist­ara­flokki KFÍ, sem geng­ur nú und­ir nafn­inu Vestri. Hinrik lék 22 leiki með meist­ara­flokki Grinda­vík­ur á síðasta tíma­bili auk þess sem hann var lyk­il­leikmaður ung­lingaliðsins.

 

>> MEIRA
Hinrik og Nökkvi í Vestra

Fjórir Grindvíkingar í landsliđshópum fyrir NM

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða fer fram í Finnlandi daga 26. - 30. júní næstkomandi. Leikmannahópar liðanna voru tilkynntir í morgun og eiga Grindvíkingar fjóra flotta fulltrúa í liðunum

>> MEIRA
Fjórir Grindvíkingar í landsliđshópum fyrir NM

Lokahóf yngri flokka á fimmtudaginn

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni fimmtudaginn 19. maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára - unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið.

>> MEIRA
Lokahóf yngri flokka á fimmtudaginn

10. flokkur kvenna missti af titlinum

Bikarmeistarar 10. flokks kvenna náðu því miður ekki að fullkomna tvennuna í ár en þær töpuðu í undanúrslitum í Íslandsmótinu um helgina, 29-39, gegn Keflavík. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru að elta Keflavík allan tímann. Undir lok þriðja leikhluta tókst þeim að minnka muninn í 2 stig en Keflavík svaraði með 6 stigum og fljótlega var staðan orðin 29-39 sem urðu lokatölur leiksins.

>> MEIRA
10. flokkur kvenna missti af titlinum

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki

Strákarnir í unglingaflokki hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um helgina þegar þeir lögðu FSu að velli í úrslitaleik, 71-57. Titillinn er eflaust væn sárabót fyrir bikarleikinn sem tapaðist svo grátlega en sigurinn að þessu sinni var svo til aldrei í hættu. Leikurinn var kveðjuleikur Jón Axels Guðmundssonar sem heldur nú til Bandaríkjanna í nám en Jón átti mjög góðan leik, með 16 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar.

>> MEIRA
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki

Lokahóf körfuknattleiksdeildar - Jón Axel og Sigrún Sjöfn best

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG var haldið með glæsibrag í Gjánni laugardagskvöldið 30. apríl. Kvöldið var glæsilegt að vanda. Njarðvíkurinn Örvar Þór Kristjánsson var með veislustjórn á sínum höndum og leysti það verkefni af sinni alkunnu snilld. Þá töfraði Bjarni Ólasson, sennilega betur þekktur sem Bíbbinn, fram dýrinds lambasteik sem enginn annar en meistarakokkurinn Geiri skar niður.  Þau Jón Axel Guðmundsson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir voru valin bestu leikmenn ársins en verðlaunahafar þetta tímabilið voru eftirfarandi:

>> MEIRA
Lokahóf körfuknattleiksdeildar - Jón Axel og Sigrún Sjöfn best

Grindavík Íslandsmeistarar í 9. fl. kvenna

Þrátt fyrir að enginn Íslandsmeistaratitill hafi komið í hús í meistaraflokki þetta árið hafa titlarnir engu að síður sópast til Grindavíkur undanfarnar helgar, og varð engin breyting þar á um helgina. Stelpurnar í 9. flokki kvenna tryggðu sér titilinn um helgina með mögnuðum sigri á erkifjendunum úr Keflavík, 42-41.

>> MEIRA
Grindavík Íslandsmeistarar í 9. fl. kvenna

7. flokkur Íslandsmeistarar eftir nćstum taplausan vetur

Stelpurnar í 7. flokki kvenna lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina eftir afar góðan vetur, en þær töpuðu aðeins einum leik á tímabilinu. Lokaleikurinn var gegn Njarðvík þar sem lokatölur urðu 29-25 og enn einn Íslandsmeistaratitill staðreynd í Grindavík þetta árið.

Til hamingju stelpur! 

>> MEIRA
7. flokkur Íslandsmeistarar eftir nćstum taplausan vetur

Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina

Um helgina verður leikið til úrslita á Íslandsmóti kvenna í 7. flokki en úrslitakeppnin verður leikin hér í Grindavík. Það lið sem vinnur þessa helgi stendur uppi sem Íslandsmeistari. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja við í Mustad-höllina og hvetja okkar stúlkur til sigurs.

>> MEIRA
Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina

Daníel Guđni tekur viđ U15 landsliđinu - tvćr Grindavíkurstúlkur í hópnum

Daníel Guðni Guðmundsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík, tók á dögunum við karlaliði Njarðvíkur eins og við höfum áður greint frá, en það er ekki eina þjálfarastaðan sem Daníel tekur yfir. Vísir.is greindi nefnilega frá því í gær að Daníel væri nýr þjálfari U15 ára landsliðs kvenna. Tveir leikmenn Grindavíkur eru í fyrsta hópnum sem Daníel velur:

>> MEIRA
Daníel Guđni tekur viđ U15 landsliđinu - tvćr Grindavíkurstúlkur í hópnum

Grindavík - Ţór Ţorlákshöfn í Mustad-höllinni kl. 16:00

Í dag, fimmtudaginn 5. maí, spilar unglingaflokkur karla við Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni Grindavík kl. 16.00, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins.

Hvetjum alla til að koma og hvetja þessa efnilegu stráka til dáða en Grindavík eru deildarmeistarar í unglingaflokki. Þetta verður síðasti leikur Jón Axels í Mustad-höllinni í bili, þar sem hann mun spila með Davidson háskólanum næsta vetur.

>> MEIRA
Grindavík - Ţór Ţorlákshöfn í Mustad-höllinni kl. 16:00

Drengjaflokkur í undanúrslit

Strákarnir í drengjaflokki eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins eftir góðan sigur á sterku liði KR í gær, 81-73. Grindavík mætir ÍR í undanúrslitaleiknum, en hann fer fram í Seljaskóla laugardaginn 7. maí. 

>> MEIRA
Drengjaflokkur í undanúrslit

8-liđa úrslit í Drengjaflokki

Í kvöld fara fram 8-liða úrslit í Drengjaflokki þar sem Grindavík tekur á móti KR í Mustad-höllinni kl. 20:00. Sigurliðið úr þessum leik kemst áfram í 4-liða úrsilt sem fara fram um næstu helgi.

Hvetjum fólk til að mæta og sjá síðasta heimaleik vetrarins hjá þessum efnilegu drengjum.

Áfram UMFG

>> MEIRA
8-liđa úrslit í Drengjaflokki

Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina

Íslandsmótið í júdó í flokki 21 árs og yngri fór fram um helgina og þar áttu Grindvíkingar 11 keppendur. Allir keppendur Grindavíkur komust á verðlaunapall og komu heim með 3 Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 4 brons. Tinna Einarsdóttir náði þeim magnaða árangri að verða Íslandsmeistari í flokki drengja U13 -52 kg. Þá sigraði Adam Latkowski í flokki U15 -34 kg og Hjörtur Klemensson fór með sigur af hólmi í U13 -42. 

>> MEIRA
Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna

Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í yngri flokkum um helgina þegar stelpurnar í 8. flokki tryggðu sér titilinn hér á heimavelli. Þær sigruðu Keflavík í hreinum úrslitaleik en liðið spilaði mjög vel í vetur og töpuðu aðeins 1 leik af 20. Við óskum stelpunum til hamingju með þennan frábæra árangur, virkilega gaman að sjá hversu margir efnilegir árgangar eru að koma upp þessa dagana í Grindavík. Þjálfari liðsins er Ólöf Helga Pálsdóttir en hún var að stíga sín fyrstu skref í þjálfun í vetur. Ekki amalegt að krækja í titil í fyrstu atrennu!

>> MEIRA
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna

Úrslitahelgi 8. flokks kvenna

Úrslitakeppni 8. flokks kvenna í körfubolta fer fram um helgina, en Grindavíkur hefur leik í dag kl. 18:00. Grindavík hefur unnið allar törneringar vetursins en nú þarf að klára dæmið og landa titlinum. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja í íþróttahúsið um helgina og hvetja okkar stelpur áfram. Leiktímar Grindavíkur eru eftirfarandi:

>> MEIRA
Úrslitahelgi 8. flokks kvenna

Daníel Guđni til Njarđvíkur - tekur viđ ţjálfun meistaraflokks karla

Þau risatíðindi bárust úr körfuboltaheimum á dögunum að Njarðvíkingar hefðu ráðið Daníel Guðna Guðmundsson til að þjálfa meistaraflokk karla á næsta tímabili. Daníel er uppalinn Njarðvíkingur en hann hefur leikið með Grindavík síðan 2012 og síðastliðið haust tók hann við þjálfun meistaraflokks kvenna. Daníel hlaut því eldskírn sína sem þjálfari í efstu deild í vetur en fer nú eins og hann orðaði það sjálfur, úr djúpu lauginni í dýpri laug.

>> MEIRA
Daníel Guđni til Njarđvíkur - tekur viđ ţjálfun meistaraflokks karla

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minni bolta stúlkna

Grindvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli um helgina þegar stelpurnar í minni bolta (stelpur fæddar 2004-2005) sigruðu Keflvíkinga í úrslitaleik um titilinn. Jafn var á öllum tölum að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þá var aftur jafnt og því réðust úrslitin með gullkörfu, lokatölur 18-20. Til hamingju með titilinn stelpur!

>> MEIRA
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minni bolta stúlkna

Ađalfundur UMFG

Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.apríl 2016 kl 20:00

fundurinn verður haldinn í Gjánni aðstöðu UMFG við Austurveg 1

venjuleg aðalfundarstörf.

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG

Ađalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram fimmtudaginn 21. apríl næstkomandi kl.20.00 í Gjánni. Venjuleg aðalfundarstörf. Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja, Stjórn KKD. UMFG

 

>> MEIRA
Ađalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn

Jón Axel í víking í haust - fetar í fótspor Steph Curry

Karfan.is greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að Jón Axel Guðmundsson, sem hefur verið einn af máttarstólpum Grindavíkur undanfarin ár, muni leggja land undir fót og leika körfubolta í Davidson háskóla í Bandaríkjunum næstu ár. Þetta er risastórt skref uppá við fyrir Jón Axel og mun væntanlega opna honum ýmsar dyr í framtíðinni en Davidson er einn af stærri háskólunum í körfuboltanum Vestanhafs. 

>> MEIRA
Jón Axel í víking í haust - fetar í fótspor Steph Curry

Ađalfundur UMFG 2016

Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.apríl 2016 kl 20:00

fundurinn verður haldinn í Gjánni aðstöðu UMFG við Austurveg 1

venjuleg aðalfundarstörf.

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG 2016

Ćfingagjöldin

UMFG vill minna foreldra á að æfingagjöld fyrir árið 2016 er 28.000.- kr og verður rukkað fyrir 6 mánuði í senn eða 14.000.- kr jan-júní og svo sama fyrir júlí-des. Æfingagjöld greiða þau sem verða 6 ára á almannaksárinu eða ef barn æfir íþróttir frá því að það verður 5 ára að verða 6 ára þá greiðir það æfingagjöld og allt þar til áramóta þegar barnið verður 16 ára. 

allar upplýsingar eru á heimasíðu UMFG http://www.umfg.is/umfg/aefingagjold  

minnum við foreldra á að skrá barnið í innskráningakerfið https://umfg.felog.is/

alltaf er hægt að hafa samband við skrifstofuna á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða í tölvupóstfangið umfg@umfg.is 

 

>> MEIRA
Ćfingagjöldin

Fýluferđ á Ásvelli í gćr

Grindvíkingum tókst ekki að fylgja eftir tveimur frábærum sigrum á Haukum í Hafnarfirði í gær og einvígið stendur því áfram, staða 2-1 fyrir Grindavík. Haukar mættu dýrvitlausir til leiks í gær og Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í leiknum, lokatölur 72-45 eftir afar erfiðar leik sóknarlega hjá Grindavík. Það verður því leikur í Mustad-höllinni á föstudaginn þar sem Grindavík fær annan séns til að loka einvíginu.

>> MEIRA
Fýluferđ á Ásvelli í gćr

Fara sóparnir á loft í Hafnarfirđi í kvöld?

Þriðja viðureign Grindavíkur og Hauka í 4-liða úrslitum Dominosdeildar kvenna fer fram í Hafnarfirði í kvöld, en Grindavík hefur komið skemmtilega á óvart í einvíginu og leiðir 2-0. Það er því sannkallaður úrslitaleikur sem fer fram á eftir en með sigri tryggja okkar konur sér farseðil í úrslitin. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í fjörðinn og styðja okkar stelpur til sigurs!

>> MEIRA
Fara sóparnir á loft í Hafnarfirđi í kvöld?

Grindavík í 2-0 eftir glćsilegan sigur á Haukum

Grindavík er komið í óskastöðu í einvíginu gegn Haukum eftir glæsilegan sigur í Mustad-höllinni á laugardaginn. Grindavíkurkonur mættu afar ákveðnar til leiks og voru í bílstjórasætinu nánast frá fyrstu mínútu. Lokatölur leiksins urðu 85-71 og Grindavík getur því klárað einvígið í Hafnarfirði annað kvöld.

>> MEIRA
Grindavík í 2-0 eftir glćsilegan sigur á Haukum

Stórleikur í Mustad höllinni á eftir - hitađ upp á Salthúsinu

Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-höllinni á eftir þegar stelpurnar taka á móti Haukum í 4-liða úrslitum Dominosdeildarinnar. Stelpurnar koma sennilega öllum á óvart nema sjálfum sér í síðasta leik þegar þær sigruðu Haukana í Hafnarfirði og hrifsuðu þar af leiðandi til sín heimavallarréttinn góða. Nú er komið að því að verja hann en sigur í kvöld myndi færa okkar pálmann góða í hendur. Leikurinn hefst kl. 18:00 en upphitun á Salthúsinu kl. 17:00 þar sem boðið verður uppá pylsupartý og Láki lofar góðum prís á drykkjum. 

>> MEIRA
Stórleikur í Mustad höllinni á eftir - hitađ upp á Salthúsinu

Grindavík nappađi heimavallarréttinum af Haukum

Grindavíkurkonur sýndu mikinn karakter í gær þegar þær snéru vonlausri stöðu í glæsilegan sigur og hafa nú tekið forystu í einvíginu, 1-0. Leikurinn fór ekkert sérstaklega val af stað fyrir Grindvíkinga sem voru að hitta skelfilega og í hálfleik voru Haukar með þægilega forystu, 37-23. Okkar konur mættu hins vegar dýrvitlausar til leiks í seinni hálfleik, héldu Haukunum í 8 stigum í 3. leikhluta og staðan orðin 45-44 fyrir lokaátökin. Fjórði leikhluti var hnífjafn og spennandi en Grindavík vann að lokum sigur, 58-61.

>> MEIRA
Grindavík nappađi heimavallarréttinum af Haukum

Úrslitakeppnin hefst í kvöld, stelpurnar mćta Haukum

Úrslitakeppnin í Dominosdeild kvenna hefst í kvöld en okkar konur eiga risastórt verkefni fyrir höndum þar sem þær sækja topplið Hauka heim. Haukar hafa á ógnarsterku liði að skipa en Grindavíkurkonur sýndu í vetur að þær eru ekki ósigrandi þegar þær lögðu Hauka að velli í 4-liða úrslitum bikarsins. Það eru heldur engir aukvisar í liði Grindavíkur og þær fara í alla leiki til að sigra þá. Íris Sverrisdóttir, fyrirliði Grindavíkur, er bjartsýn á gengi liðsins en hún segist ekki ætla að hætta í körfu fyrr en hún nær að landa Íslandsmeistaratitli.

>> MEIRA
Úrslitakeppnin hefst í kvöld, stelpurnar mćta Haukum

KR sendu Grindvíkinga snemma í sumarfrí annađ áriđ í röđ

Annað árið í röð luku Grindvíkingar keppni snemma í Dominosdeild karla og líkt og í fyrra voru það KR-ingar sem sendu okkar menn í sumarfrí. Grindvíkingar hafa oft átt betri leiki en í þessari viðureign við KR sem sópuðu Grindvíkingum úr keppninni, rétt eins og í fyrra, 3-0. Eftir tap hér í Grindavík var ljóst að það yrði á brattan að sækja en KR-ingar slökktu allar vonir Grindvíkinga um áframhaldandi þátttöku í úrslitakeppninni með öruggum sigri í Vesturbænum miðvikudaginn fyrir páska, 83-62. 

>> MEIRA
KR sendu Grindvíkinga snemma í sumarfrí annađ áriđ í röđ

Úrslitastund hjá strákunum í kvöld

Grindvíkingar heimsækja Vesturbæinn í kvöld og freista þess að halda tímabilinu lifandi. Staðan í einvígi Grindavíkur og KR er 2-0, KR-ingum í vil, og tap í kvöld þýðir að okkar menn fara í sumarfrí. Það er því allt í húfi í kvöld og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í DHL-höllina og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Úrslitastund hjá strákunum í kvöld

Sigur á Keflavík tryggđi sćti í úrslitakeppninni

Grindavík sótti Keflavík heim í lokaumferð Dominosdeildar kvenna í gær í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Okkar konur lögðu upp með 3-2 svæðisvörn sem Keflvíkingum gekk illa að leysa og með mikilli vinnusemi og góðu framlagi allra leikmanna lönduðu Grindvíkingar sigri, 77-84. Úrslitakeppnin er því staðreynd en þar mæta Grindvíkingar toppliði Hauka.

>> MEIRA
Sigur á Keflavík tryggđi sćti í úrslitakeppninni

Úrslitaleikur um úrslitakeppnina

Stelpurnar okkar leika í kvöld síðasta leikinn sinn í Dominosdeild kvenna þennan veturinn en framundan er úrslitakeppnin og sæti þar er ekki tryggt nema með sigri í kvöld. Grindavík heimsækir Keflavík en fyrir leikinn eru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. Fjórða sætið er síðasta sætið í úrslitakeppninni. Grindavík er með tveggja stiga forskot á Keflavík en þar sem að Keflavík er með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna komast þær í 4. sætið með sigri í kvöld. Það verður því sennilega barist til síðasta blóðdropa í Sláturhúsinu og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar konur til sigurs.

>> MEIRA
Úrslitaleikur um úrslitakeppnina

Grindvíkingar komnir međ bakiđ upp ađ veggnum frćga

Grindvíkingar eru komnir í erfiða stöðu eftir tap gegn KR í gær en lokatölur leiksins urðu 77-91, þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu lagt allt í sölurnar til að vinna. Það er því ekkert annað í stöðunni en að vinna KR þrisvar í röð og þar af tvisvar í Vesturbænum, en næsti leikur er á miðvikudaginn í DHL-höllinni.

>> MEIRA
Grindvíkingar komnir međ bakiđ upp ađ veggnum frćga

Úrslitakeppnin hefst í kvöld í DHL-höllinni

Grindvíkingar hefja leik í úrslitakeppni Dominosdeildar karla í kvöld þegar þeir sækja topplið KR heim. Okkar menn þurfa að taka á öllu sem þeir eiga í þessari viðureign enda við ramman reip að draga. Þeir treysta því á þinn stuðning og við gerum ekki ráð fyrir öðru en að stúkan verði nánast algul í kvöld. Allir á völlinn og áfram Grindavík!

>> MEIRA
Úrslitakeppnin hefst í kvöld í DHL-höllinni

Öruggur heimasigur um helgina - úrslitakeppnin í sjónmáli

Grindavíkurkonur náðu sér í mikilvægan sigur um helgina í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar þær sigruðu Stjörnuna, 83-66. Þær sitja því í 4. sætinu einar í augnablikinu en Keflavík tapaði fyrir Haukum um helgina. Síðasti leikur Grindavíkur í deildinni er einmitt gegn Keflavík og er ekki ósennilegt að það verði hreinn úrslitaleikur um 4. og síðasta sætið í úrslitakeppninni.

>> MEIRA
Öruggur heimasigur um helgina - úrslitakeppnin í sjónmáli

Grindavík tryggđi sér sćti í úrslitakeppninni međ góđum sigri á Njarđvík

Grindvíkingar tryggðu sér farseðil í úrslitakeppnina 24. árið í röð í gær með góðum sigri á Njarðvík, 100-85. Grindvíkingar mæta því KR annað árið í röð í 8-liða úrslitum.

>> MEIRA
Grindavík tryggđi sér sćti í úrslitakeppninni međ góđum sigri á Njarđvík

Lokaumferđ Dominos deildar karla í kvöld

Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og er mikið undir hjá Grindvíkingum þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Til þess að komast þar inn verða okkar menn bæði að vinna sinn leik gegn Njarðvík og stóla á að Snæfell misstígi sig gegnum Þórsurum þar sem að liðin eru jöfn að stigum í 8. og 9. sæti en Snæfell hefur vinninginn í innbyrðis viðureignum. 

>> MEIRA
Lokaumferđ Dominos deildar karla í kvöld

Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna

Grindavíkurkonur ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en þær sóttu tvö dýrmæt stig í Hveragerði í gær. Þó svo að Hamar sitji á botni deildarinnar létu þær Grindavík hafa töluvert fyrir sigrinum en hann hafðist þó að lokum, lokatölur 72-80. Whitney Frazier var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og 14 fráköst. Sigrún Sjöfn átti einnig góðan leik, skoraði 18 stig og tók 10 fráköst.

>> MEIRA
Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna

Góđ barátta Grindvíkinga dugđi ekki til sigurs í Sýkinu

Grindvíkingar mættu til leiks með skýr markmið á Sauðárkróki í gær enda sæti í úrslitakeppninni nánast að renna þeim úr greipum. Ekki fór leikurinn gæfulega af stað fyrir okkar menn en Chuck Garcia hefur kennt sér meins í lungum undanfarna daga og var í mikilli andnauð inná vellinum. Hann neyddist því til að fá sér sæti á bekknum og kom lítið við sögu í leiknum. Grindvíkingar létu mótlætið þó ekki brjóta sig. Jón Axel og Ómar áttu báðir hörkuleik og drógu vagninn í leik sem var jafn og spennandi þangað til í blálokin þegar heimamenn sigu fram úr, lokatölur 88-79.

>> MEIRA
Góđ barátta Grindvíkinga dugđi ekki til sigurs í Sýkinu

Andlausir Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum

Haukar heimsóttu Mustad höllina í gær í leik sem var í raun upp á líf og dauða fyrir Grindvíkinga. Tap myndi þýða að úrslitakeppnin væri nánast úr sögunni en það var þó ekki að sjá á leik þeirra að það væri mikið undir í þessum leik. Meðan Haukarnir léku við hvurn sinn fingur sveif algjört andleysi yfir vötnum hjá heimamönnum sem sáu aldrei til sólar í þessum leik. Lokatölur 71-105 og stærsti sigur Hauka á Grindavík frá upphafi staðreynd.

>> MEIRA
Andlausir Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum

Tap gegn Val - baráttan um úrslitakeppnissćti harđnar

Það var mikið undir þegar Grindavík og Valur mættust í Mustad höllinni í gær en liðin eru í harði baráttu við Keflavík um sæti í úrslitakeppninni í vor. Grindvík byrjaði leikinn betur en 3. leikhluti var eign Valskvenna sem fóru að lokum með sigur af hólmi, 58-63.

>> MEIRA
Tap gegn Val - baráttan um úrslitakeppnissćti harđnar

Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld

Grindavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Val í Dominosdeild kvenna í kvöld í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en það er mjög þéttur pakki þriggja liða í sætum 3-5. Fjögur efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn í kvöld er staðan í deildinni svona:

>> MEIRA
Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld

Súrt tap gegn KR

Grindavíkingar sóttu KR heim í Dominosdeild karla í gærkvöldi en Grindvíkingar berjast nú með kjafti og klóm fyrir sæti í úrslitakeppninni í apríl. Það var ljóst fyrir leikinn að okkar menn þyrftu að leggja sig alla fram enda KR-ingar verið með betri liðum í vetur og ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Eftir þokkalega frammistöðu í fyrstu þremur leikhlutunum kláraðist á tanknum í þeim fjórða og KR-ingar afgreiddu leikinn, lokatölur 79-60.

>> MEIRA
Súrt tap gegn KR

Ţórsarar völtuđu yfir Grindvíkinga í seinni hálfleik

Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Þorlákshöfn í Mustad höllinni í gær í leik sem einkenndist af miklum sveiflum. Gestirnir frá Þorlákshöfn skoruðu aðeins 31 stig í fyrri hálfleik og útlitið gott fyrir heimamenn. En í seinni hálfleik mættu Þórsarar mun ákveðnari til leiks og unnu að lokum sigur, 81-87. 

>> MEIRA
Ţórsarar völtuđu yfir Grindvíkinga í seinni hálfleik

Ingunn og Sigrún í landsliđshópnum sem mćtir Portúgal

A-landslið kvenna hefur verið við æfingar undanfarna daga en fram undan eru landsleikir gegn Portúgal úti og Ungverjalandi heima. Grindvíkingar áttu þrjá fulltrúa í 16 manna hópnum en Björg Einarsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn í þetta skiptið. Þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verða því fulltrúar Grindavíkur í landsleiknum gegn Portúgal.

>> MEIRA
Ingunn og Sigrún í landsliđshópnum sem mćtir Portúgal

Tveir bikarmeistaratitlar í hús um helgina

Bikarúrslitahelgi KKÍ fór fram um helgina. Meistaraflokkarnir spiluðu á laugardegi en yngri flokkarnir spiluðu á föstudegi og sunnudegi. Það var því mikil körfuboltaveisla um helgina og tókum við Grindvíkingar virkan þátt í þessari veislu. Félagið átti fjögur lið í úrslitum í ár sem er frábær árangur. Meistaraflokkur kvenna, 9. og 10. flokkur kvenna og unglingaflokkur karla léku öll úrslitaleiki um helgina og lönduðu stelpurnar í 9. og 10. flokki titlunum. 

>> MEIRA
Tveir bikarmeistaratitlar í hús um helgina

Bikarinn í Hólminn ţetta áriđ

Bikarmeistarar Grindavíkur léku gegn Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik Powerade bikarsins núna á laugardaginn og er skemmst frá því að segja að bikarinn hefur yfirgefið Grindavík og er farinn í Stykkishólm. Leikurinn fór illa af stað fyrir okkar konur sem voru ekki að finna sig í skotunum sínum en eftir 6 mínútna leik voru þær aðeins búnar að skora eina körfu og staðan 11-2. Þar með var tónninn í rauninni sleginn fyrir leikinn en Grindvíkingar eyddu mikilli orku í að elta allan leikinn. Þær minnkuðu muninn í eitt stig í þriðja leikhluta, 48-47, en lengra komust þær ekki, lokatölur 78-70.

>> MEIRA
Bikarinn í Hólminn ţetta áriđ

Forsalan á bikarúrslitin framlengd

Grindavíkingar athugið! Forsalan á bikarúrslitin hér í heimabyggð hefur verið framlengd. Hægt er að nálgast miðana hjá Lindu í Palóma, aðeins örfáir miðar eftir. Það er opið til 18:00 en Linda tekur við pöntunum í síma 777-3322 og verður með þetta heima hjá sér í kvöld. Sjáumst á morgun í gulri höll!

>> MEIRA
Forsalan á bikarúrslitin framlengd

Bikarblađiđ komiđ út

Bikarblað körfuknattleiksdeildarinnar er komið út, en eins og allir vita eru Grindvíkingar á leið með fjögur lið í bikarúrslit í ár. Stóri leikurinn er á morgun kl. 14:00 og gerum við ekki ráð fyrir öðru en að stúkan í Laugardalshöllinni verði fagurgul! Bikarblaðið var borið út í öll hús í Grindavík í gær en hér að neðan má sjá netútgáfu blaðsins.

Bikarblað Grindavíkur 2016

>> MEIRA
Bikarblađiđ komiđ út

Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag

Góðir Grindavíkingar! Stóra stundin nálgast nú óðfluga. Stelpurnar okkar leika til úrslita í Powerade bikarnum núna á laugardaginn, í Laugardalshöll kl. 14:00. Forsala miða á leikinn er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma og henni lýkur í dag kl. 18:00. Miðarnir kosta 2.000 kr í forsölu og gildir miðinn á báða úrslitaleikina. Athugið að miðinn kostar 2.500 kr á leikdegi, svo það vinna allir ef miðarnir eru keyptir heima í héraði.

>> MEIRA
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag

Mustad baráttukveđjur!

Mustad Autoline, Mustad Hooks og Ísfell ehf. óska körfuknattleiksliði kvenna í Grindavík góðs gengis í úrslitaleik gegn Snæfelli næstkomandi laugardag. Fyrirtækin eru stolt af árangri liðsins og ánægja ríkir með samstarfið við UMFG og þann íþróttaanda sem ríkir í Mustad-höllinni. Samstarfið hófst á haustmánuðum 2015 og gildir fram til vors 2018.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Mustad baráttukveđjur!

Gulur dagur á morgun

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll um helgina, þar sem Grindavík á fjögur lið. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í höllina, en forsölu lýkur í dag kl. 18:00 í Palóma. Til að keyra upp bikarstemminguna verður gulur dagur á morgun hjá stofnunum bæjarsins og hvetjum við alla til að mæta í gulu til vinnu og í skóla.

Minnum á #grindavik en Instagram myndir með því merki birtast hér til hliðar.

>> MEIRA
Gulur dagur á morgun

Forsala á bikarúrslitin í fullum gangi

Forsala á bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma. Miðarnir kostar 2.000 kr. í forsölu hjá UMFG en 2.500 kr. í hurðinni á leikdegi. Athugið að aðeins 300 miðar eru í boði í forsölu en henni lýkur á fimmtudaginn.

Miðarnir gilda bæði á karla og kvennaleikina.

>> MEIRA
Forsala á bikarúrslitin í fullum gangi

Grindavík vann nágrannaslaginn í Keflavík

Grindvíkingar virðast heldur betur vera að rétta úr kútnum í Dominosdeild karla en þeir hafa nú unnið tvö topplið röð. Fyrst gegn Stjörnunni á föstudaginn og svo í gær gegn toppliði Keflavíkur. Leikmönnum var nokkuð heitt í hamsi í gær en okkar menn létu dómarana ekki fara í skapið á sér heldur sigldu sigrinum sallarólegir í höfn, en þeir fóru alls 43 sinnum á vítalínunni í leiknum. Lokatölur urðu 88-101, Grindavík í vil. Jón Axel Guðmundsson átti stórleik og skoraði 35 stig.

>> MEIRA
Grindavík vann nágrannaslaginn í Keflavík

Dýrmćt stig í hús í Dominosdeildum beggja kynja um helgina

Helgin var grindvískum körfuknattleiksliðum góð en mikilvæg stig komu í hús í Mustad höllinni, bæði hjá strákunum og stelpunum. Strákarnir riðu á vaðið á föstudaginn þar sem þeir unnu flottan baráttusigur á Stjörnunni, 78-65, og stelpurnar fylgdu svo í kjölfarið á laugardaginn þar sem þær sigruðu Keflavík, 75-66.

>> MEIRA
Dýrmćt stig í hús í Dominosdeildum beggja kynja um helgina

Fýluferđ í Hólminn hjá stelpunum

Grindvíkingar hafa ekki átt ánægjulegar ferðir í Stykkishólm síðustu vikur. Strákarnir töpuðu framlengdum leik þar á dögunum og í gær töpuðu stelpurnar líka, 75-69. Karfan.is var með fréttaritara á staðnum sem gerði leiknum skil:

>> MEIRA
Fýluferđ í Hólminn hjá stelpunum

Búningamátun og sala hjá körfuboltanum á morgun

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með mátun og sölu á körfuboltabúningum í Gjánni á morgun, föstudaginn 5. febrúar kl. 17:00 

Búningarnir, treyja og buxur, kosta 10.000 og þarf að staðgreiða við pöntun. Athugið að einnig er hægt að kaupa treyjur stakar og því er þetta kjörið tækifæri fyrir stuðningsmenn til að fata sig upp fyrir stúkuna.

>> MEIRA
Búningamátun og sala hjá körfuboltanum á morgun

Stelpurnar í 9. flokki komnar í bikarúrslitin

Fjórða lið Grindavíkur tryggði sér sæti í bikarúrslitunum í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar, þegar Grindavík sigraði Keflavík í 9. flokki stúlkna. Lokatölur urðu 43-34 en að sögn kunnugra var sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Grindavík mun því eiga fjóra fulltrúa á bikarhelginni og raunar er möguleiki á að fimmta liðið bætist í hópinn því að strákarnir í drengjaflokki spila við Njarðvík í 4-liða úrslitum á laugardaginn.

>> MEIRA
Stelpurnar í 9. flokki komnar í bikarúrslitin

Grindavík međ fjögur liđ í bikarúrslitum?

Það stefnir í að Grindvíkingar verði fjölmennir í Laugardalshöllinni um bikarhelgina í ár. Stelpurnar í meistaraflokki tryggðu sig þangað með góðum sigri á Stjörnunni og fá því tækifæri á að verja titilinn, en það eru fleiri lið frá Grindavík einnig á leið í Höllina. Stelpurnar í 10. flokki kvenna eru komnar í úrslit eftir sigur á Keflavík en þær urðu einmitt bikarmeistarar í fyrra í 9. flokki, þar sem þær sigruðu títtnefnt lið Keflavíkur í úrslitum. 

>> MEIRA
Grindavík međ fjögur liđ í bikarúrslitum?

Glötuđ stig í tvíframlengdum leik í Hólminum

Grindvíkingar mættu í Stykkishólm í gær í svokallaðan 4 stiga leik, en liðin eru að berjast um síðustu sætin, jafnvel í úrslitakeppninni í vor. Okkar menn mættu til leiks án þeirra Þorleifs og Páls Axels en Hilmir er kominn aftur af stað. Grindvíkingar voru fáliðaðir en heimamenn voru enn verr settir, aðeins með 9 menn á skýrslu. Það var því sennilega komin nokkur þreyta í menn í lokin, en leikurinn var tvíframlengdur. Það fór svo að lokum að Snæfell kláraði leikinn, 110-105.

>> MEIRA
Glötuđ stig í tvíframlengdum leik í Hólminum

Grindavík sigrađi Stjörnuna í fjórđa sinn í gćr

Grindavík sótti Stjörnuna heim í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi en þetta var í fjóra sinn sem liðin mætast í vetur. Fyrsti leikurinn var framlengdur spennuleikur hér í Grindavík sem vannst með einu stigi en þar með var tónninn sleginn og Grindavík hefur haft gott tak á Stjörnunni í vetur sem þær slepptu ekki í gær, lokatölur í Ásgarði 62-81.

>> MEIRA
Grindavík sigrađi Stjörnuna í fjórđa sinn í gćr

KR-ingar bundu enda á bikardraum Grindvíkinga

Eftir að Grindavíkurkonur tóku sig til og völtuðu yfir Stjörnuna á sunnudaginn áttu Grindvíkingar möguleika á því að eiga fulltrúa í báðum bikarúrslitaleikjunum þetta árið. En til að komast þangað þurftu strákarnir að ryðja stórri hindrun úr vegi, KR. Framan af leik leit raunar út fyrir að það myndi hafast en eins og Þorleifur Ólafsson benti á í viðtali eftir leik er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur, þá sérstaklega gegn liði eins og KR.

>> MEIRA
KR-ingar bundu enda á bikardraum Grindvíkinga