Ungmennafélag Grindavíkur

8-liđa úrslit í Drengjaflokki

Í kvöld fara fram 8-liða úrslit í Drengjaflokki þar sem Grindavík tekur á móti KR í Mustad-höllinni kl. 20:00. Sigurliðið úr þessum leik kemst áfram í 4-liða úrsilt sem fara fram um næstu helgi.

Hvetjum fólk til að mæta og sjá síðasta heimaleik vetrarins hjá þessum efnilegu drengjum.

Áfram UMFG

>> MEIRA
8-liđa úrslit í Drengjaflokki
Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina

Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina

Íslandsmótið í júdó í flokki 21 árs og yngri fór fram um helgina og þar áttu Grindvíkingar 11 keppendur. Allir keppendur Grindavíkur komust á verðlaunapall og komu heim með 3 Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 4 brons. Tinna Einarsdóttir náði þeim magnaða árangri að verða Íslandsmeistari í flokki drengja U13 -52 kg. Þá sigraði Adam Latkowski í flokki U15 -34 kg og Hjörtur Klemensson fór með sigur af hólmi í U13 -42. 

>> MEIRA
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 8. fl. kvenna

Grindvíkingar lönduðu enn einum Íslandsmeistaratitlinum í yngri flokkum um helgina þegar stelpurnar í 8. flokki tryggðu sér titilinn hér á heimavelli. Þær sigruðu Keflavík í hreinum úrslitaleik en liðið spilaði mjög vel í vetur og töpuðu aðeins 1 leik af 20. Við óskum stelpunum til hamingju með þennan frábæra árangur, virkilega gaman að sjá hversu margir efnilegir árgangar eru að koma upp þessa dagana í Grindavík. Þjálfari liðsins er Ólöf Helga Pálsdóttir en hún var að stíga sín fyrstu skref í þjálfun í vetur. Ekki amalegt að krækja í titil í fyrstu atrennu!

>> MEIRA
Inkasso-deildin hefst á föstudaginn - Grindavík spáđ 6. sćtinu

Inkasso-deildin hefst á föstudaginn - Grindavík spáđ 6. sćtinu

Vefsíðan fótbolti.net hefur undanfarna daga birt spá þjálfara og fyrirliða í 1. deildinni, sem í ár heitir Inkasso-deildin, og er Grindavík komið á blað en okkur er spáð 6. sætinu í ár.

>> MEIRA
Grindavík tók Fjarđabyggđ í kennslustund

Grindavík tók Fjarđabyggđ í kennslustund

Grindavík og Fjarðabyggð mættust í æfingaleik á Grindavíkurvelli um helgina, en bæði lið leika í Inkasso-deildinni (1. deild) sem hefst núna á föstudaginn næstkomandi. Grindavík hafði mikla yfirburði í leiknum og urðu lokatölur 5-0.

>> MEIRA