Ungmennafélag Grindavíkur

Grindvíkingar ađ missa af Pepsi-lestinni?

Það voru fínustu aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í gær. Hægur andvari og völlurinn iðagrænn, sem hann er reyndar allt árið. Bæði lið þurftu á sigrinum að halda, Grindavík til að blanda sér í toppbaráttuna og Grótta til að spyrna við fæti í botnbaráttunni. Á upphafsmínútunum leit allt út fyrir að Grindavík myndi skora og var hálfgerð einstefna að marki Gróttu.

>> MEIRA
Grindvíkingar ađ missa af Pepsi-lestinni?
Grindvíkingar sćkja Gróttu heim í kvöld

Grindvíkingar sćkja Gróttu heim í kvöld

Grindvíkingar sækja Gróttu heim á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesi í kvöld. Á pappírunum ættu Grindvíkingar að vera mun sterkara liðið í þessari viðureign en Grótta hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Gróttumenn eru sýnd veiði en þó engan veginn gefin. Grindvíkingar leika án markahróksins Tomislav Misura í kvöld sem tekur út leikbann sökum uppsafnaðra gulra spjalda.

>> MEIRA
Jafntefli í Úlfársdal, stelpunum ađ fatast flugiđ?

Jafntefli í Úlfársdal, stelpunum ađ fatast flugiđ?

Eftir að hafa verið á toppi síns riðils í 1. deildinni í svo til allt sumar eru Grindavíkurstúlkur nú komnar í 2. sætið eftir jafntefli gegn Fram í Úlfársdal í gær. Tvö jafntefli í röð hafa kostað stelpurnar efsta sætið, en þar sem að aðeins 7 lið leika í riðlinum eru aðeins leiknar 12 umferðir og svigrúmið til að misstíga sig ekki mikið. Grindavík og FH eru nú jöfn að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir, en FH situr í 1. sætinu á betri markatölu.

>> MEIRA
Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viđtal viđ fyrirliđann í Víkurfréttum

Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viđtal viđ fyrirliđann í Víkurfréttum

Árangur Grindavíkurkvenna í fótboltanum í sumar hefur vakið athygli út fyrir bæjarmörkin enda liðið enn taplaust á toppi síns riðils með 20 stig af 24 mögulegum. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fram á morgun, þriðjudag, kl. 20:00. Víkurfréttir fjölluðu um liðið í síðasta tölublaði og tóku fyrirliðann, Bentínu Frímannsdóttur, tali.

>> MEIRA
Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir

Sigurvegarar Costa Blanca Cup heiđrađir

Í hálfleik í leik Grindavíkur og Hauka í gær voru leikmenn 3. flokks kvenna heiðraðir en þessi glæsilegi hópur fór með sigur af hólmi á Costa Blanca mótinu á Spáni á dögunum. Það voru þeir Róbert Ragnarson bæjarstjóri og Grétar Valur Schmidt formaður ungmennaráðs sem færðu stelpunum þakklætisvott frá UMFG og bæjarbúum. Við óskum þessum efnilegu stúlkum til hamingju með árangurinn. Það er björt framtíð í grindvískum fótbolta.

>> MEIRA