Ungmennafélag Grindavíkur

Milan Stefán Jankovic kominn međ UEFA Pro ţjálfaragráđu

Milan Stefán Jankovic, sem flestir Grindvíkingar þekkja sennilega betur sem Jankó, lauk á dögunum UEFA Pro þjálfaragráðu. Óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan áfanga þó svo að við fáum þó ekki að njóta ávaxta þessarar vinnu næsta sumar þar sem Jankó hætti með lið Grindavíkur í haust.

>> MEIRA
Milan Stefán Jankovic kominn međ UEFA Pro ţjálfaragráđu
Grindvíkingum slátrađ í Ásgarđi

Grindvíkingum slátrađ í Ásgarđi

Grindvíkingar fóru enga frægðarför í Garðabæinn í gærkvöldi þegar þeir sóttu Stjörnumenn heim í Dominosdeild karla. Lokatölur urðu 103-78 en okkar menn köstuðu leiknum algjörlega frá sér í þriðja leikhluta sem tapaðist 30-10. Um tíma var staðan í honum 27-4. Það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Grindavík og leikurinn í raun tapaður fyrir síðasta fjórðung.

>> MEIRA
Elstu börnin á Laut á ćfingum í Hópinu

Elstu börnin á Laut á ćfingum í Hópinu

Á dögunum hafði Ægir Viktorsson yfirþjálfari yngri flokka í knattspyrnu samband við okkur í Lautinni. Erindi hans var að bjóða elstu börnum leikskólans á íþróttaæfingar í Hópinu. Þetta er tilraunaverkefni og stendur fram að jólum eða í fjögur skipti. Börnin fóru ásamt kennurum í fyrsta skipti nú í vikunni og skemmtu sér konunglega en þau fóru í fótbolta og í hokký. Fögnum við þessu samstarfi og þökkum kærlega fyrir okkur.

>> MEIRA
Tveggja turna tal hjá Grindavík

Tveggja turna tal hjá Grindavík

Grindavíkurstúlkur halda áfram á beinu brautinni í Dominosdeild kvenna en í gær unnu þær mjög sannfærandi sigur á kanalausu liði KR, 47-71. Þær Rachel Tecca og María Ben voru mjög atkvæðamiklar í liði Grindvíkinga og fyrirsögn karfan.is var nokkuð fyrirsjáanleg en vissulega sönn; ,,Tveggja turna tal", en þær stöllur hreinlega áttu teiginn í gær.

>> MEIRA