Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík vann uppgjör toppliđanna

Grindavíkurstelpur lögðu Hauka 3-0 í uppgjöri toppliðanna í B-riðli 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sigur þeirra var afar sannfærandi og ljóst að liðið mun gera harða atlögu að því að komast upp í Pepsideildina. Rúmlega 300 áhorfendur mættu á leikinn sem er glæsilegt. 

>> MEIRA
Grindavík vann uppgjör toppliđanna
Toppslagur hjá stelpunum í kvöld

Toppslagur hjá stelpunum í kvöld

TOPPSLAGUR er hjá meistaraflokksstelpunum í kvöld mánudag klukkan 20:00 á Grindavíkurvelli þegar Haukar mæta á svæðið. Þessi tvö lið eru að berjast um toppsætið í riðlinum og munar aðeins einu stigi á þeim. Stelpurnar fundu vel fyrir góðum stuðningi á síðasta heimaleik og bjóða alla velkomna aftur á völlinn. Ókeypis aðgangur. ÁFRAM GRINDAVÍK! 

 

>> MEIRA
Jón Axel í úrvalsliđi mótsins

Jón Axel í úrvalsliđi mótsins

Karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið á stall með þeim bestu í Evrópu og tryggði sig upp í A-deild Evrópumótsins með frábærum árangri í b-deildinni sem lauk í Grikklandi í gærkvöld. Ísland hlaut silfrið eftir að hafa tapað framlengdum úrslitaleik fyrir Svartfjallalandi, 78-76. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson stóð sig frábærlega á mótinu og var valinn í úrvalslið mótsins.

>> MEIRA
Sigri fagnađ á Ásvöllum

Sigri fagnađ á Ásvöllum

Grindavíkurpiltar sýndu sparihliðarnar á erfiðum útivelli á Ásvöllum í gærkvöldi þegar þeir lögðu Hauka að velli 4-0. Grindavík er því enn í 2. sæti og framundan er æsispennandi barátta þar sem hart verður barist um tvö efstu sætin sem gefa sæti í Pepsideildinni. 

>> MEIRA
Grindavíkurstrákar á erfiđum útivelli í kvöld

Grindavíkurstrákar á erfiđum útivelli í kvöld

Seinni umferð Inkassodeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Grindavík sækir Hauka heim á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15. Mikið er í húfi, hver leikur er nánast úrslitaleikur í harðri toppbaráttu. Grindavík er í 2. sæti með 21 stig en síðan koma þrjú lið sem narta í hælana. Haukar eru í 9. sæti með 11 stig en liðið er feikisterkt á  heimavelli þar sem það hefur m.a. annað unnið topplið KA. Talsverð meiðsli hrjá Grindavíkurliðið, Magnús Björgvinsson og Marko Valdimar Stefánsson eru meiddir og verða ekki með og nokkrir aðrir eru tæpir. En breiddin er góð í Grindavíkurliðinu og því reynir á gæði hópsins í kvöld. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna á Ásvelli í kvöld. 

 

>> MEIRA