Ungmennafélag Grindavíkur

Átta ungir og efnilegir skrifa undir samning hjá Grindavík

Í gær skrifuðu átta ungir og efnilegir drengir undir þriggja ára samning við félagið. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar skrifaði fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jónas ræddi um þá Evrópuleiki sem félagið hefur leikið og nefndi hvað einstaklingsæfingar og sjálfsagi væri mikilvægur á þessum aldri til að ná árangri og nefndi nokkur dæmi um það.

>> MEIRA
Átta ungir og efnilegir skrifa undir samning hjá Grindavík
Einstefna í Mustad höllinni í gćr

Einstefna í Mustad höllinni í gćr

Grindavíkurkonur komur endurnærðar til leiks í gær eftir landsleikjahlé í Dominos deild kvenna og unnu stórsigur á botnliði Hamars í gær, 102-48. Leikurinn var algjör einstefna frá fyrstu mínútu og gestirnir sáu aldrei til sólar. Staðan var 28-12 eftir fyrsta leikhluta og 54-25 í hálfleik. Okkar konur slökuðu lítið á í seinni hálfleik og unnu báða leikhlutana og leikinn að lokum með 54 stiga mun.

>> MEIRA
Íslandsmeistararnir fóru illa međ Grindvíkinga

Íslandsmeistararnir fóru illa međ Grindvíkinga

KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93.

>> MEIRA
Opiđ hús hjá Judodeildinni um helgina

Opiđ hús hjá Judodeildinni um helgina

Judodeild UMFG verður með opið hús helgina 28. - 29. nóvember 2015 í Gjánni í íþróttamiðstöðinni. Deildin fær góða gesti í heimsókn frá Judofélagi Reykjavíkur og munu 6-11 ára krakkar sem æfa judo með félaginu koma í heimsókn og byrja þau að æfa og keppa eftir hádegi á laugardeginum.

Á sunnudegi byrja svo æfingar kl 10:00 að morgni. Allir velkomnir að koma við og sjá/hitta þjálfara og krakkana við æfingar.

>> MEIRA
Arnór Breki Atlason semur viđ Grindavík

Arnór Breki Atlason semur viđ Grindavík

Arnór Breki Atlason hefur skrifað undir 2 ára saming við Grindavík. Arnór er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Keflavík, en hann er fæddur árið 1999.

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningins.

 

>> MEIRA