Land Grindavíkur vinsćlt fyrir kvikmyndaupptökur

  • Fréttir
  • 22. janúar 2020
Land Grindavíkur vinsćlt fyrir kvikmyndaupptökur

Um þessar mundir er verið að framleiða sjónvarpsþáttaröð fyrir Apple TV. Þættirnir eiga að gerast í framtíðinni eða eftir u.þ.b.10.000 ár. Tökur fóru m.a. fram hér í landi Grindavíkur, í Breiðdal, norðan Kleifarvatns. 

Leifur B. Dagfinnsson, forstjóri True North og einn framleiðenda á verkefninu segir þáttaröðina byggja á bókum Isaac Asimov. „Hann er mjög þekkur og vinsæll höfundur.  David Goyer sem er einn fremsti handritahöfundur í heimi, gekk til liðs við þá til að skrifa þessa þáttaseríu. Hann er mjög þekktur handritahöfundur og framleiðandi í Hollywood. Skrifaði nokkrar af Batman myndunum t.a.m. Þannig að það má segja að öllu sé tjaldað til en Skydance er framleiðslufélagið. Þeir hafa verið þekkir fyrir að gera Mission Impossible myndirnar og það er mjög öflugt framleiðslufyrirtæki, staðsett í Los Angeles. Þetta verður síðan sýnt á Apple TV.

“Það hefur færst í aukana að erlend fyrirtæki koma og taka upp myndir á Íslandi. Oftar en ekki verður Reykjanesið fyrir valinu vegna landslagsins og þá hafa upptökur einnig farið fram í landi Grindavíkur." 

En hver er aðdragandinn að því að þessir staðir eru valdir?
„Þetta byrjar á því að Ísland býður upp á 25% endurgreiðslu og þá kemur Ísland til greina sem land til að vera með kvik-myndaupptökur. Síðan vita mjög margir núna að Ísland er mjög tilvalið land fyrir svona Sci-fi myndir. Landslagið okkar ber þess öll merki, þannig að Ísland er svona „go to“ landið þegar kemur að svona myndum eða þáttaseríum. Síðan er gríðarleg vinna sem liggur að baki hjá okkur í True North.  Alls konar vettvangskannanir, við eigum myndasafn upp á hundruð þúsunda mynda sem við kynnum, við lesum handritin og komum með hugmyndir og svo koma aðilar erlendis frá að skoða. Síðan er þetta unnið þannig að það er verið að búa þennan heim til og helst sem næst Reykjavík þar sem flestir gista því það er ódýrara að vinna þetta út frá Reykjavík.“ Leifur segir að  Reykjanesið hafi upp á þetta sci fi og eldfjallalandslag sem er svo vinsælt, með sambland af svörtum söndum og grænum hlíðum. „Þetta er svipað á Kanaríeyjum og það er líka vinsæll tökustaður en við erum með meira landflæmi.

Ísland sér á báti
Kanaríeyjar bjóða upp á 40% skattafslátt meðan við bjóðum bara upp á 25%, þannig að Kanaríeyjar eru okkar samkeppnisaðili. Svo eru önnun lönd við og í kringum arabaskagann sem eru með ljósari sand, það hafa líka verið gerðar sci fi myndir þar. En við erum sér á báti t.a.m. hafa önnur Norðurlönd ekki þetta að bjóða né Kanada.“ 

Iðnaður sem skilar miklu til landsins
Leifur segir að það hafi sýnt sig samkvæmt rannsóknum að um 35% ferðamanna sem koma til Íslands ákváðu að koma til 
landsins vegna þess að þeir sáu Ísland í kvikmynd eða 
íslenska bíómynd, eða efni frá Íslandi á einhverjum 
miðli. „Maður sá kúrfuna alveg fara upp bæði með betra aðgengi að landinu t.d. með WOW air, en síðan á sama tíma og WOW air er að byrja þá kemur í raun holskefla af kvikmynd-
um í sýningu sem teknar eru upp á Íslandi. Þar voru stór-
stjörnur eins og Ben Stiller, Russel Crowe og Tom Cruise. Þeir fara svo í viðtöl og tala um hvað þeir voru að gera á Íslandi og það fær athygli. Þetta er gríðarleg auglýsing að fá hingað aðila til að taka upp bíómynd því hún getur lifað í 10, 15 eða 20 ár.“ 

Leifur segir þetta vera  gríðarlega innspýtingu í hagkerfið því við séum að nota svo margt úr atvinnulífinu. „Við erum að leigja bíla, báta, við erum að kaupa mikið af mat, alls konar þjónustu. Reikniformúlan er 1,7 en ég held að við séum komin yfir 2 í dag því það eru alltaf fleiri og fleiri Íslendingar að koma að þessu. Því meiri reynsla sem kemur á þessi verkefni því færri erlenda starfsmenn þarf að taka
með sér og menn treysta á Íslenska fagaðila til að sinna þessu. Og núna þegar talað er um að ferðaþjónustan sé að minnka þá er þetta svo gott mótvægi við það. Við vonandi náum að boosta hana upp aftur og halda öllu gangandi“, segir Leifur að lokum. 

Mynd efst: Leifur B. Dagfinnsson, forstjóri True North og Fannar Jónasson bæjarstjóri á tökustað í landi Grindavíkur. 

Viðtalið birtist fyrst í jólablaði Járngerðar sem nálgast má í heild sinni hér. 

Deildu ţessari frétt