Meðalhraðaeftirlit ekki byrjað

  • Fréttir
  • 7. júní 2019
Meðalhraðaeftirlit ekki byrjað

Hraðamyndavélarnar sem búið er að setja upp á Grindavíkurvegi eru ekki komnar í notkun. Þær upplýsingar fengust hjá Vegagerðinni að tvennt þurfi að klárast áður en notkun hefjist.  Annars vegar þarf Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og hins vegar þurfa endanlegir vottunarpappírar að berast frá framleiðanda vélanna. 

Um þessar mundir er verið að ræða frumvarpið og ekki ólíklegt að það verði klárað eftir helgina í 3ju umræðu. Mjög líklegt er að lögin verði samþykkt. 

Myndavélarnar hafa verið í prufu undanfarið og því hafa einhverjir ökumenn tekið eftir ljósablossa frá vélunum. Um er að ræða vélar sem mæla meðalhraða. Um leið og byrjað verður að mæla verður það tilkynnt hér á vefsíðunni og skilti sett upp við vélarnar. 

Nokkur umræða hefur verið varðandi staðsetningu vélanna. Ástæða þess að þær eru settar upp annars vegar við Seltjörn og hins vegar hér við bæjarmörkin er sú að kaflinn frá Bláa Lóninu og inn til Grindavíkur verður ennþá varasamur. Kaflinn frá Seltjörn og að Bláa Lóninu verður með aðskildar akstursstefnur og því má segja að minni hætta verði af hraðakstri þar en á leiðinni inn til bæjarins. 

Með aðskilnaði aksturstefna ætti framanákeyrsla að verða úr sögunni sem eru þau slys eru alvarlegust í umferðinni og hafa valdið mestu tjóni. Með þeirri staðsetningu sem er á hraðamyndavélunum er reynt að minnka slysahættu á þessum kafla sem hefur ekki aðskildar akstursstefnur, þ.e. Bláa Lónið - Grindavík. 

Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 13. september 2019

Matseðill næstu viku í Víðihlíð

Fréttir / 12. september 2019

Laus störf við leikskólann Laut

Fréttir / 11. september 2019

Heilsu- og forvarnavika á Suðurnesjum 2019

Fréttir / 10. september 2019

Laus íbúð í Víðihlíð

Fréttir / 6. september 2019

Matseðill næstu viku í Víðihlíð

Fréttir / 5. september 2019

Framkvæmdum við undirgöng miðar vel

Fréttir / 2. september 2019

Stuðningsfjölskyldur óskast

Fréttir / 2. september 2019

Malbikun í dag, lokanir og hjáleiðir

Fréttir / 2. september 2019

Þórkatla gefur björgunarvesti 

Fréttir / 30. ágúst 2019

Knattspyrnuþjálfarar óskast til starfa

Fréttir / 30. ágúst 2019

Kylja á Fish House annað kvöld

Fréttir / 30. ágúst 2019

Malbikun heldur áfram innan bæjarins