Sumar í Grindavík 2019

 • Fréttir
 • 17. maí 2019
Sumar í Grindavík 2019

Hér að neðan er að finna upplýsingar um hvað er í boði fyrir íbúa Grindavíkur í íþróttum og tómstundum. Það er von okkar að upplýsingarnar komi íbúum að góðu gagni. Gleðilegt sumar!

Bókasafn Grindavíkur
Bókasafnið verður opið frá 12:30 til 18:00 alla virka daga. Sumarlesturinn hefst 18. júní og stendur til 10. ágúst. 

Íþróttamiðstöð Grindavíkur
Sundlaugin verður opin frá 6:00 til 21:00 virka daga og frá 9:00 til 18:00 um helgar (1. júní - 1. september). 

Knattspyrnudeild UMFG
Æfingatöflur yngri flokka sumarið 2019 má finna hér. Knattspyrnudeildin stendur einnig fyrir knattspyrnuskóla í sumar. Boðið er upp á þrjú námskeið, 3. júní - 20. júní, 1. júlí - 18. júlí og 7.  ágúst - 21. ágúst.

Kvikan
Sýningarnar Saltfisksetrið, Jarðorka og Guðbergsstofa eru opnar frá 10:00 til 17:00 alla daga í sumar. Þá sýnir Þórdís Daníelsdóttir verk sín á efri hæðinni í júní. 

Körfuknattleiksdeild UMFG
Sumaræfingar byrja 20. júní (eða þegar viðgerðum á sal er lokið). Körfuknattleiksdeildin mun jafnframt bjóða upp á körfuboltaskóla síðar í sumar. 

Leikjanámskeið Grindavíkurbæjar
Grindavíkurbær stendur fyrir leikjanámskeiðum fyrir börn í 1.-3. bekk, þ.e. fædd 2010, 2011 og 2012. Skráning fer fram hér.

Leikjanámskeið KFUM og KFUK
KFUM OG KFUK bjóða upp á leikjanámskeið í Grindavík í sumar. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Söngnámskeið Bertu
Berta Dröfn Ómarsdóttir býður upp á söngnámskeið í Grindavík 1.-5. júlí nk. fyrir börn á aldrinum 7-12 ára (1.-6. bekkur). Nánari upplýsingar er að finna hér.

Félög og deildir sem vilja koma upplýsingum á framfæri á grindavik.is geta sent upplýsingar á eggert@grindavik.is. 

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Árleg Jónsmessuganga á laugardaginn

 • Fréttir
 • 19. júní 2019

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019