Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórn

 • Fréttir
 • 15. maí 2019
Ungmennaráđ fundađi međ bćjarstjórn

Ungmennaráð Grindavíkur mætti til fundar með bæjarstjórn í gær. Ungmennaráðsfulltrúar kynntu þar hvað þau hafa verið að gera á starfsárinu sem nú er að ljúka. Fulltrúar ungmennaráðs lögðu fram tvær tillögur á fundinum. Annars vegar tillögu um aukna aðkomu ungmennaráðs að málum sem tengjast ungmennum og hins vegar tillögu um fleiri samráðsfundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar. 

Fundurinn gekk mjög vel og tók bæjarráð vel í tillögurnar sem lagðar voru fram. Sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs var falið að vinna áfram með tillögurnar. 

Það er ljóst að Grindavík hefur öflugt ráð sem vinnur í þágu ungmenna í sveitarfélaginu. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram en ráðið hefur verið mjög öflugt í að vinna samfélaginu sínu gagn m.a. með umferðaröryggisþingi sem þau héldu sl. haust undir yfirskriftinnu "Umferðaröryggi - okkar mál!" þar sem þingið fékk mikla athygli og umfjallanir birtust í helstu fjölmiðlum landsins.  Reyndar er þar aðeins farið rangt með nafn formannsins og hún sögð heita Karen en ekki Karin. 

Meðfylgjandi mynd var tekin á fundinum í gær og þar má sjá fulltrúa ungmennaráðs ásamt bæjarfulltrúum og frístundaleiðbeinanda

 

Deildu ţessari frétt

Nýjustu fréttir

Árleg Jónsmessuganga á laugardaginn

 • Fréttir
 • 19. júní 2019

Reiđnámskeiđ Arctic Horses

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Gul vesti um allan bć

 • Fréttir
 • 13. júní 2019

Rúm tvö tonn af rusli hreinsuđ

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Fjallkonur í Grindavík

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Dregiđ í hurđaleiknum á morgun!

 • Fréttir
 • 11. júní 2019

Međalhrađaeftirlit ekki byrjađ

 • Fréttir
 • 7. júní 2019

Grindavík lagđi FH á heimavelli 2-1

 • Fréttir
 • 7. júní 2019