Sameiginlegt námskeið TónSuð

  • Tónlistaskólafréttir
  • 23. ágúst 2018
 Sameiginlegt námskeið TónSuð

Þann 21. ágúst sl. fóru kennarar tónlistarskólans ásamt kennurum frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskólanum í Garði og Tónlistarskólanum í Sandgerði á námskeið í Hljómahöll í Keflavík. Dr. Einar Jón Einarsson heyrnarsérfræðingur hélt fyrirlestur um heyrn og heyrnarvernd tónlistarmanna, kennara og nemenda. Námskeiðið var fróðlegt og kom sér vel fyrir kennara tónlistarskólans.

Deildu þessari frétt