Grindavíkurbær og Codland undirrituðu á dögunum samning um styrk til Nýsköpunar og þróunar í Grindavík. Í byrjun apríl var auglýst eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar og þróunar sem hafa það að markmiði að efla hafsæknar greinar eins og fullvinnslu sjávarafurða, líftækni, haftengda ferðaþjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira.
Styrkurinn til Codlands kemur í kjölfar sambærilegs stuðnings sem veittur var síðastliðið sumar og skilaði góðum árangri. Aftur verður boðið upp á Codland vinnuskólann sem vakti mikla ánægju og athygli síðastliðið sumar.
Á myndinni eru þau Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri, og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, að handsala samninginn.