Codland opnar á efri hæð Kvikunnar - Opið hús

 • Fréttir
 • 31. maí 2013
Codland opnar á efri hæð Kvikunnar - Opið hús

Codland sem er fyrirtækjaklasi í tengslum við fullvinnslu opnar á morgun Þekkingarsetur í Kvikunni í Grindavík á efri hæð hússins. Allir  gestir Sjóarans síkáta eru velkomnir í heimsókn.  Þar munu starfa í sumar fjórir einstaklingar sem sinna munu ýmsum verkefnum sem lúta að markaðssetningu aukaafurða, fullvinnslu aukaafurða o.fl. Þá verða einnig í setrinu starfandi nokkur lítil fyrirtæki sem tengjast fullvinnslu afurða.

Codland er í eigu Vísis og Þorbjarnar en ýmis fyrirtæki koma einnig að samstarfi innan Codlands.
Ýmis uppbygging í hafsækinni starfsemi á sér nú stað í Grindavík eins og fullvinnsla sjávarafurða, líftækni, haftengd ferðaþjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira. Ýmis þessara verkefna eru unnin í samvinnu fyrirtækja, Matís og fleiri aðila.  

Deildu þessari frétt

Nýjustu fréttir

10. flokkur stúlkna bikarmeistarar

 • Fréttir
 • 16. febrúar 2019

Instagram-leik lýkur á miðnætti

 • Fréttir
 • 15. febrúar 2019

Nýuppgert nestishús komið í Selskóg

 • Fréttir
 • 15. febrúar 2019

Kútmaginn 2019

 • Fréttir
 • 13. febrúar 2019

Matseðill næstu viku í Víðihlíð

 • Fréttir
 • 12. febrúar 2019