Ungmennafélag Grindavíkur

Úrslitastund í Ţorlákshöfn í kvöld?

Grindavík getur klárað einvígið gegn Þórsurum í kvöld en liðin mætast í Þorlákshöfn kl. 19:15. Flestir eru sennilega sammála um að það væri gott að sleppa við oddaleik og klára dæmið í kvöld. Við hvetjum Grindvíkinga til að rúlla Suðurstrandarveginn og styðja okkar stráka til sigurs í kvöld.

Áfram Grindavík!

>> MEIRA
Úrslitastund í Ţorlákshöfn í kvöld?
Mikil gróska í judo í Grindavík

Mikil gróska í judo í Grindavík

Mikið uppbyggingarstarf hefur verið unnið innan judo-deildar UMFG undanfarin ár og eftir því hefur verið tekið á landsvísu. Grindvískir keppendur hafa verið að ná góðum árangri í keppnum og á síðasta ári var enginn keppandi á Íslandi stigahærri en Tinna Einarsdóttir sem vann allar sínar glímur, bæði gegn stelpum og strákum.

>> MEIRA
Grindavík tók forystuna í Suđurstrandareinvíginu

Grindavík tók forystuna í Suđurstrandareinvíginu

Grindavík vann góðan sigur á Þórsurum, 100-92, í Mustad-höllinni í gær og hefur því tekið 2-1 forystu í einvíginu. Dagur Kár Jónsson fór fyrir okkar mönnum í gær og setti 29 stig. Næstur kom Lewis Clinch Jr með 20 stig en saman settu þeir 10 þrista. Næsti leikur er í Þorlákshöfn á morgun, föstudag.

>> MEIRA
Úrslitakeppnin heldur áfram - grillađ í Gjánni

Úrslitakeppnin heldur áfram - grillađ í Gjánni

Úrslitakeppni Domino's deildar karla heldur áfram í kvöld þegar Þórsarar rúlla eftir Suðurstrandarveginum til Grindavíkur, en staðan í einvíginu er 1-1 og því algjört lykilatriði fyrir okkar menn að landa sigri í kvöld. Gauti og félagar ætla að fíra upp í grillinu kl. 17:30 og grilla djúsí borgara ofan í stuðningsmenn og koma mönnum í gírinn fyrir kvöldið en leikurinn hefst kl. 19:15.

>> MEIRA
Grindavíkurkonur kvöddu deildina međ sigri

Grindavíkurkonur kvöddu deildina međ sigri

Grindavíkurkonur luku þátttöku í Domino's deild kvenna í bili á jákvæðu nótunum þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðabæ, 53-67. Ingunn Embla leiddi stigaskor Grindavíkur með 19 stig á 24 mínútum, þar af voru 5 þristar í 6 tilraunum.

>> MEIRA